Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2024 08:00 Freyr Alexandersson. Getty Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15