Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 16:00 Björgvin Halldórsson var í stuði á æfingu í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. „Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“ Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira