„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2024 22:03 Viðar Örn Hafsteinsson hrósaði Obi Trotter í hástert eftir leikinn. vísir / Anton brink Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. „Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “ Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
„Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “
Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira