Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 23:55 Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eiga heima rétt hjá jólamarkaðnum þar sem var ekið á tugi manna fyrr í kvöld. Myndin til hægri er tekin af Rannveigu. aðsend Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira