„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 12:02 Harpa Brynjarsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa búið í Magdeburg í þó nokkur ár. Harpa/AP Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“ Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira