Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar 21. desember 2024 23:32 Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar