Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. desember 2024 12:06 Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu. Mynd/Róbert Arnar Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“ Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“
Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira