Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2024 07:00 Það getur verið hundleiðinlegt fyrir okkar nánasta fólk að við séum hálf utan við okkur öll jólin eða lítið að taka þátt, einfaldlega vegna þess að hausinn á okkur er enn í vinnunni. Flestir hafa heyrt sögur af fólki sem segir á eldri ævidögum að það sjái eftir því að hafa unnið of mikið, hafi það verið reyndin. Vísir/Getty Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. Sem er algjör synd. Því ekki eru allir svo heppnir að geta verið í fríi um jólin, fullt af störfum einfaldlega bjóða ekki upp á allsherjar frí. Þá er það hundleiðinlegt fyrir okkar nánasta fólk að sjá og heyra á okkur, að við erum nánast utan við okkur öll jólin, því hausinn á okkur er enn á kafi í vinnu eða við einfaldlega sokkin ofan í tölvu eða síma. En hér eru þrjú dæmi sem geta hjálpað. 1. Sálfræðin í Out of office tilkynningunni Þótt flestir séu í fríi felst einhver sálfræði í því fyrir okkur að stilla tölvupóstinn okkar á Out of office yfir hátíðarnar. Því þegar sú stilling er á, getum við átt auðveldara með að vera ekki alltaf með símann við höndina eða að kíkja á tölvupóstinn. 2. Að búa til öðruvísi morgna Annað sem er fínt að gera er að breyta morgunrútínunni okkar þannig að morguntakturinn verði allt öðruvísi en á vinnudögum. Hér er þá ekki verið að tala bara um það að sofa aðeins lengur eða sleppa vekjaraklukkunni. Heldur að gera aðra hluti öðruvísi líka. Til dæmis að kíkja ekki á símann um leið og við vöknum. Taka okkur langan tíma í að borða morgunmat. Fara í sturtu á öðrum tíma en venjulega og svo framvegis. Með öðruvísi morgnum förum við hugsanlega öðruvísi inn í daginn og eigum auðveldara með að hugsa ekki um vinnuna. 3. Að helga sig fríinu Loks er það síðan að taka ákvörðun um að ætla ekki að hugsa um vinnuna um jólin. Og til að fá hugann í lið með þér, er upplagt að ákveða fullt af skemmtilegum og ljúfum hlutum sem þig langar til að gera; Lesa góða bók, spila, njóta jólaboðanna og svo framvegis. Í þessu er líka ágætt að muna að flestir - ef ekki allir - tala um að þegar ævidögum lýkur þá eru það allt aðrar minningar en vinnan okkar sem standa upp úr sem þær dýrmætustu. Góðu ráðin Jól Streita og kulnun Ástin og lífið Tengdar fréttir Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. 22. desember 2021 07:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Sem er algjör synd. Því ekki eru allir svo heppnir að geta verið í fríi um jólin, fullt af störfum einfaldlega bjóða ekki upp á allsherjar frí. Þá er það hundleiðinlegt fyrir okkar nánasta fólk að sjá og heyra á okkur, að við erum nánast utan við okkur öll jólin, því hausinn á okkur er enn á kafi í vinnu eða við einfaldlega sokkin ofan í tölvu eða síma. En hér eru þrjú dæmi sem geta hjálpað. 1. Sálfræðin í Out of office tilkynningunni Þótt flestir séu í fríi felst einhver sálfræði í því fyrir okkur að stilla tölvupóstinn okkar á Out of office yfir hátíðarnar. Því þegar sú stilling er á, getum við átt auðveldara með að vera ekki alltaf með símann við höndina eða að kíkja á tölvupóstinn. 2. Að búa til öðruvísi morgna Annað sem er fínt að gera er að breyta morgunrútínunni okkar þannig að morguntakturinn verði allt öðruvísi en á vinnudögum. Hér er þá ekki verið að tala bara um það að sofa aðeins lengur eða sleppa vekjaraklukkunni. Heldur að gera aðra hluti öðruvísi líka. Til dæmis að kíkja ekki á símann um leið og við vöknum. Taka okkur langan tíma í að borða morgunmat. Fara í sturtu á öðrum tíma en venjulega og svo framvegis. Með öðruvísi morgnum förum við hugsanlega öðruvísi inn í daginn og eigum auðveldara með að hugsa ekki um vinnuna. 3. Að helga sig fríinu Loks er það síðan að taka ákvörðun um að ætla ekki að hugsa um vinnuna um jólin. Og til að fá hugann í lið með þér, er upplagt að ákveða fullt af skemmtilegum og ljúfum hlutum sem þig langar til að gera; Lesa góða bók, spila, njóta jólaboðanna og svo framvegis. Í þessu er líka ágætt að muna að flestir - ef ekki allir - tala um að þegar ævidögum lýkur þá eru það allt aðrar minningar en vinnan okkar sem standa upp úr sem þær dýrmætustu.
Góðu ráðin Jól Streita og kulnun Ástin og lífið Tengdar fréttir Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. 22. desember 2021 07:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. 22. desember 2021 07:00
Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01
Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04