Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lovísa Arnardóttir skrifar 29. desember 2024 07:01 Viðtöl ársins voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks segir sögu sína á Vísi á ári hverju af ólíku tilefni. Þar er sagt frá afrekum, áföllum, gleði, missi, tímamótum og sorg. Sum eru löng, önnur eru stutt. Við tókum saman nokkur af þeim viðtölum sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi árinu. Andlátið eins og þruma úr heiðskíru lofti Heiður Hjaltadóttir, ræddi sögu sonar síns, Hjalta Þórs Ísleifssonar sem fannst látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss fyrir rúmu ári. Hjalti hafði afrekað ótrúlega hluti þrátt fyrir að vera aðeisn 27 ára gamall og hafði til dæmis unnið til verðlauna í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Heiður segir í viðtalinu að hún hafi tekið ákvöðrun strax eftir andlátið að ræða það opinskátt og hreinskilið. Ætlar aldrei aftur til Íslands Mikael Torfason rithöfundur flutti fyrir rúmu ári með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og sagði í upphafi árs í viðtali að hann væri eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir. Mikael er yfirlýsingaglaður í viðtalinu og segist kannski aldrei koma aftur. Segist vera kominn heim. Nema hugsanlega að kvikmyndaiðnaðurinn, sem nú á hug hans allan, verði til þess að draga hann á klakann. Sameinuð eftir fimmtán ára aðskilnað Tori Lynn setti sér það markmið á sínum tíma að vera búin að hafa uppi á föður sínum fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Leitin átti eftir að spanna tæp fimm ár en draumurinn rættist svo loks fyrir um ári síðan. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg, og á sama tíma hjartnæm og falleg. Tori sagði sögu sína og föður síns á Vísi á árinu. Slysið enn óuppgert Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Líf Ingibjargar varð aldrei samt eftir slysið. Fjarlægja þurfi af henni hægri handlegginn ofan við olnboga. Síðan er liðin tæplega hálf öld. Ingibjörg segir málið óuppgert. Hún telur að óhugsandi að slysið hefði átt sér stað hefði viðeigandi öryggisbúnaður verið notaður. Ingibjörg hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við hvernig mál hennar var afgreitt. Hún hefur oftar en einu sinni reynt að hafa uppi á gögnum varðandi málið, í því skyni að komast nánar til botns í því. Það hefur hins vegar reynst allt annað en auðvelt. Skráður faðir barna Quang Le sem svo stal nafninu hans Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Í viðtali við Vísi sagðist hann brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum. „Ég hef velt því fyrir mér að kæra hann til lögreglunnar en ekki látið verða af því. Ég vil ekki láta bendla mig við þessi mál,“ sagði Davíð í viðtali við Vísi þar sem hann lýsti samskiptum sínum við Quang Le síðustu áratugina. Þess má geta að Quang Le heitir nú aftur Quang Le. Missti tvo syni sína á sama deginum með sex ára millibili Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili, sama daginn. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni. Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við fíkn og voru báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Í viðtalinu við Berglindi kom fram að það væri hennar ósk að það verði komið á verulegum úrbótum í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fanga á meðan á afplánun stendur. Hún er staðráðin að halda minningu sona sinna á lofti og ræddi líf þeirra og dauða í viðtali við Vísi í sumar. „Þeir voru ekki bara fangar. Þeir voru ekki bara fíklar. Þeir voru manneskjur,“ segir hún í viðtalinu að neðan. Tuttugu ára fótboltaferill á enda Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum í nóvember. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur. Theodór Elmar er uppalinn í Vesturbæ og stundaði iðju sína með KR. Hann þótti mikið efni og aðeins 17 ára gamall vann hann sér sæti í stjörnum prýddu KR-liði og lék til dæmis með Guðmundi Benediktssyni, Kristjáni Erni Sigurðssyni, Sigurvin Ólafssyni auk tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssyni. „Fullt af þekktum reynsluboltum og erfitt umhverfi að koma inn í en á sama tíma var gott fyrir ungan leikmann að koma inn í þetta. Þetta voru menn sem höfðu unnið fullt af Íslandsmeistaratitlum með mikið keppnisskap. Maður lærði helling af þessum gaurum,“ sagði Theodór Elmar í viðtali í nóvember. Berst fyrir því að langvarandi áhrif Covid verði viðurkennd í heilbrigðiskerfinu Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á Covid-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. Í dag er hún ófær um að sinna flestum daglegum störfum og glímir við margvíslegan heilsubrest en hún segir sárlega skorta úrræði og skilning innan heilbrigðis-og velferðarkerfisins fyrir einstaklinga í hennar stöðu sem þjást af langvarandi áhrifum Covid [e. Long Covid]. Sigríður ræddi sjúkdóminn í viðtali en hún berst fyrir því að fá sjúkdóminn viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu. Kynferðisbrotinu sópað undir teppið Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu. Fyrr á þessu ári var pilturinn, Theodór Páll Theodórsson sem nú er þrítugur, dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot. Þar sem fyrrnefnt brot gegn Köru og vinkonu hennar hafði átt sér stað nítján árum áður var ekki litið til þess við dómsuppkvaðningu. „Ég á rosalega erfitt með að skilja af hverju það var ekki meira gert í málinu. Mín upplifun er sú að þessu hafi verið sópað undir teppið, eða þá að mömmu hafi ekki verið trúað, eða ekki tekið mark á henni,“ segir Kara í viðtali sem birt var í nóvember. Þar ræður hún sínar tilfinningar en einnig baráttu hennar og móður hennar fyrir réttlæti. Missti heimilið í eldgosi Sunna Jónína Sigurðardóttir býr við Efrahóp í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum og horfði í janúar á hraun renna inn í götuna hennar í beinni útsendingu og taka með sér þrjú hús. Það er oft búið að hafa það að orði að fólk sé með eldgos í garðinum hjá sér en það var ekki satt fyrr en í gær Sunna sagði við það tilefni Grindvíkinga þurfa að fá að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Hún sagðist ekki að flytja aftur í bæinn. Komst að því að báðir foreldrar hennar voru látnir Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar voru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar. Tinna sagði sögu sína í nokkrum viðtölum á Vísi á árinu. Allt frá því þegar hún fékk þær erfiðu fréttir að foreldrar henni væru látnir þar til hún komst að því að hún ætti tvær systur, ömmu og móðurbræður úti á Srí Lanka og frænkur á Íslandi sem hún vissi ekki af áður. Svar úr DNA-prófi kom Tinnu svo í opna skjöldu sem veltir nú fyrir sér hvort móður hennar hafi verið nauðgað eða hún haldið fram hjá. Þökkuðu starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir og í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni. Breytir leiknum að vera ekki ein Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði var á meðal þess sem sat eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk eftir að hún sló Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í maí á þessu ári. Þá hljóp Mari tæplega 382 kílómetra. Þegar hún lauk við hlaupið hafði hún verið vakandi í um 57 klukkustundir. „Það var svo þægilegt að vera með einhverjum en vera ekki ein. Ég man alveg áður fyrr þegar ég hef verið ein í svona hlaupi fór ég að sjá ofsjónir og ofsaþreyta. Þarna með fólkinu saman er alltaf hægt að tala saman, láta allt flakka. Það breytir leiknum svo ótrúlega mikið, að vera ekki ein í þessu,“ sagði Mari í viðtali eftir hlaupið. Einstæð móðir sem hleypur 100 kílómetra á viku Mari var þó ekki sú eina sem vakti athygli í Bakgarðshlaupinu í maí. Elísa Kristinsdóttir lenti í öðru sæti. Hún er einstæð móðir í fullu starfi sem nær engu að síður að hlaupa yfir 100 kílómetra á viku. Elísa Kristinsdóttir hljóp jafn langt, og jafn lengi og Mari í hlaupinu en náði lokahring hlaupsins ekki á tilsettum tíma. „Ég er ekki búin að meðtaka þetta,“ sagði Elísa um tilfinningarnar eftir hlaupið. „Ég var mjög meyr. Ég grét rosa mikið í gær út af öllu og engu. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og mikið þakklæti.“ Með húsaflutninga á heilanum Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni. Í viðtali sagði Guðlaug eigendur einnig oft hafa haft persónulegar ástæður fyrir því að flytja húsin. „Þeir fluttu búferlum og tóku hús sín með sér eða seldu húsið sitt öðrum sem vildi nota það annars staðar. En undirrótin var alltaf sú að á Íslandi vantaði alltaf timbur og húsaviðir voru afar verðmætir. Nýta þurfti hverja einustu spýtu vel og það var stundum gert aftur og aftur. Dæmi eru um að hús hafi verið flutt oftar en einu sinni og loks voru síðustu heillegustu spýturnar notaðar í að gera reykhús, inni í fjárhúsi eða í girðingarstaura og restin notuð sem eldiviður,“ sagði Guðlaug í viðtali við Vísi fyrr á árinu. Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Bragi Páll sendi nú fyrir jólin frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd. Í viðtali við Jakob Bjarnar ræðir Bragi Páll ræktina, skrifin, húðflúrið af Bjarna Ben og þjóðarmorðið á Gasa. „Ef þú vilt ekki opna á þér trantinn og segja að það sé rangt að sprengja börn í landvinningarstríði af því þú vilt vera öruggur um fleiri þýðingar og óskerta bóksölu finn ég raunverulega til með þér. Ef þú átt vini sem styðja ríki sem ástundar þjóðarmorð og þú segir ekkert þá hefur þú afhjúpað þig. Þá stendurðu bara á sprellanum eins og röflararnir úti á Nesi,“ sagði Bragi Páll. Sofa öll þrjú í sama rúminu Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist. „Ég hef séð aðra sem eru með svona stór rúm og svo hef ég líka alveg séð rúm sem eru stærri en okkar. Þar sem til dæmis sex manna fjölskylda er öll saman í rúmi,“ segir Björg. Hún segir fjölskylduna sofa miklu betur svona þó sömu lögmálin gildi um fjölskylduna upp í rúmi og aðrar. Tímamót hjá Halldóri Armand Halldór Armand Ásgeirsson sendi nýlega frá sér sína fimmtu skáldsögu, Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót voru því hjá Halldóri á árinu. Bæði var skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dró ekki af sér í höfundatali í haust. Ég lenti bara í smá uppgjöri við þetta allt í fyrra, það að skrifa bókmenntir, það að reyna að lifa sem rithöfundur í heimi þar sem bækur seljast sífellt verr og verr. „Ég ákvað að sleppa dálítið tökunum á þessu öllu og mér virkilega tókst það. Sleppa tökunum af væntingum, og þessu hlutverki, þessum draumi. Mig langaði bara að skrifa bók sem ég myndi skrifa hlæjandi allan tímann alveg eins og þegar ég var 14 ára. Alveg óháð því hvort það þyki „fínt“ eða ekki.“ Sjö ár að skrifa Kul Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti gekk blaðamaður Vísis svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Sunna Dís segir í höfundatali hjá Jakobi Bjarnari að hún hafi verið í sjö ár að skrifa bókina. Sunna Dís starfaði áður sem blaðamaður en segir miklu skemmtilegra að geta skáldað hlutina. „Nei. Það er alltaf þetta heimildabras á blaðamönnum. Miklu skemmtilegra að geta bara skáldað þetta allt saman. En ég held reyndar líka að ég hafi gerst blaðamaður og svo gagnrýnandi til þess að þurfa ekki að verða rithöfundur alveg strax.“ Eðlilegt að taka upp íslenskt nafn Mál Mohamad Thors Jóhannessonar, áður Kourani, vakti gríðarlega athygli á Íslandi í ár. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði. Stöðugur fréttaflutningur var af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum. Þetta síðasta sló eiginlega allt annað út þó ekki teljist það af alvarlegum toga. Mohamad Kourani skipti um nafn og heitir nú Mohamad Thor Jóhannesson. Hann segir eðlilegt að hann taki upp íslenskt nafn verandi búsettur hér en hann svaraði nokkrum spurningum um málið skriflega í gegnum lögmann sinn. Svörin má finna að neðan. Ráðlagt að skoða ekki sjúkdóminn á netinu Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með SMA en við tók löng bið eftir að hitta lækni. Það eina sem við fáum að vita er að hann er SMA jákvæður og hún útskýrði aðeins sjúkdóminn fyrir okkur hvernig hann leggst og skemmir taugarnar í mænunni Þeim var ráðlagt að skoða ekki netið á meðan þau biðu eftir lækni, en höfðu hins vegar miklar áhyggjur og vika er langur tími. Þau lásu sér því til um sjúkdóminn þrátt fyrir viðvaranir. Maron Dagur er með SMA týpu 1 og það sem stóð á netinu var erfitt fyrir þau að lesa. „Í rauninni að lífslíkurnar væru til tveggja ára,“ sagði Guðný móðir hans og að lestrinum hafi fylgt mikil sorg. Guðni sáttur við árin átta Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni sem forseti síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lét af embætti í sumar. „Ég þakka öllum þeim sem ég hef unnið með, þótt ábyrgðin í þessu embætti sé ætíð á herðum manns sjálfs og einskis annars hef ég notið þess heiðurs og ánægju að vinna með svo mörgum. Mínu starfsfólki, embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ sagði Guðni, sem fór yfir farinn veg með fréttamanni Stöðvar 2, í sumar. Vilja vita hvað sonur þeirra átti að hafa gert Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl síðastliðnum lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. Fjölskylda Sólons lagði svo í sumar fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Sólon féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. Talsmaður fjölskyldunnar, Hödd Vilhjálmsdóttir, sagði í viðtali í sumar að það væri einlæg ósk fjölskyldunnar að fá að vita hvað sonur þeirra átti að hafa gert. Æfir fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. Heimir Már ræddi við Egil í Ísland í dag í sumar. Skyndilega í sviðsljósinu með Katrínu Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Það breyttist svo í sumar þegar Katrín bauð sig fram til forseta. Gunnar settist niður með blaðamanna í aðdraganda kosninganna og ræddi sambandið, pólítíkina og doktorsnámið sem hann er í. Gat ekki borðað eða drukkið vegna verkja Hin rúmlega tvítuga Alice Viktoria Kent segist enn fá kvíðaköst og liggja andvaka á næturnar vegna þess viðmóts sem mætti henni í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hún leitaði aðstoðar með mikla kviðverki þegar hún var sautján ára gömul. Hún var með mikla verki í kviði og í fótum en fékk þau svör á Íslandi að ekki hefði fundist neitt að henni. Hún gat ekki borðað eða drukkið vegna verkja og gat takmarkað gengið. Foreldrar hennar leituðu að læknisaðstoð fyrir hana í Þýskalandi þar sem hún var greind með CS [e. Compression Syndrome]. Þar fékk hún úrlausn sinna mála og fór í tvær aðgerðir árið 2021 og 2022. Þetta er náttúrulega bara búin að vera barátta út í eitt. Ég hef þurft að berjast fyrir minnstu hlutum og það er bara af því að ég er með sjaldgæfan sjúkdóm. „Þetta situr rosalega í mér og það særir mig mest að vita að aðrir eru að lenda í sama viðmóti,“ sagði Alice Viktoría í samtali við Vísi í febrúar. Lifði til tvítugs en átti ekki að verða meira en þriggja ára Þuríður Arna Óskarsdóttir var þriggja ára þegar læknar sögðu að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Þvert á yfirlýsingar lækna lifði hún til rúmlega tvítugs. Áslaug Ósk Hinriksdóttir og Óskar Örn Guðbrandsson kynntust á Sálartónleikum á Gauknum árið 2001. Það er óhætt að segja að þau hafi strax orðið skotin af því mánuði síðar varð Áslaug ólétt af fyrsta barni þeirra, Þuríði. Þuríður kom í heiminn 20. maí 2002 og tveimur árum síðar voru þau hjónin gift, annað barnið kom níu mánuðum síðar og þrjú til viðbótar næstu ár á eftir. Árið 2004 breytti öllu í lífi fjölskyldunnar. Foreldrar hennar sögðu frá baráttu Þuríðar og hvernig fjölskyldan tókst á við veikindi hennar í Ísland í dag. Bríet á tímamótum Bríet skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum síðan þegar hún gaf út smáskífuna In too deep og tónlistarmyndband fylgdi. Hún er einhver farsælasta tónlistarkona landsins og er algjörlega óhrædd við að taka áhættu og þróast. Bríet hefur sömuleiðis haldið fjöldann allan af einstökum tónleikum og gefur ekkert eftir þegar það kemur að sviðsetningu, listsköpun, klæðaburði og öðru og fer gjarnan með hlutina á hærra plan. Hún fór á fullt í bransanum sautján ára gömul, er 25 ára í dag, stendur á tímamótum og heldur ótrauð áfram. „Minn akkilesarhæll er að vera berskjölduð,“ sagði Bríet einlæg í viðtali fyrr á árinu. Nýr biskup með einstakan stíl Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir var viðmælandi í Tískutali á árinu sem er að líða. „Ef ég væri ekki prestur væri gaman vera poppstjarna því þá hefði ég svo mikið frelsi í klæðnaði. Litir, mynstur og snið skipta mig miklu máli og helst vil ég að fötin séu aðeins óvenjuleg, þó ekki sé nema eitthvað smáatriði sem sker sig úr og gerir flíkina sérstaka,“ sagði Guðrún í viðtali sem má lesa að neðan. Ekkert eins eftir flutninginn Jógvan Hansen er flestum Íslendingum góðkunnugur en hann hefur komið víða við í skemmtana- og tónlistarbransanum hérlendis. Fyrir rúmum tuttugu árum ákvað Jógvan að prófa að flytja frá Færeyjum til Íslands með vinkonu sinni og ekkert varð eins síðan. Salka Sól ræddi ófrjósemi og fæðingarþunglyndi Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og ýmislegt gengið á í hennar lífi. Í dag er hún sterkari en nokkru sinni fyrr, var að senda frá sér lag og vinnur að nýrri plötu. Blaðamaður ræddi við Sölku Sól um lífið og tilveruna, listina og sköpunargleðina, ófrjósemi, fæðingarþunglyndi, ADHD greiningu og fleira. „Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni Salka Sól í viðtali í sumar Færri minningar af mömmu gangandi en í hjólastól „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ sagði leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. „Mamma var virkilega orkumikil en hún veikist þegar að ég er bara rétt að byrja í grunnskóla. Það er svo margt sem dettur út og þú áttar þig ekki alveg á því, því þetta er bara þinn raunveruleiki. Ég á miklu færri minningar af henni gangandi en í hjólastól,“ sagði Unnur í viðtalinu. Missti báða foreldra sína sem barn Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. Gunnar Smári setti upp leikritið Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó á árinu þar sem hann fjallaði um húmorinn í harminum. Ég trúi því að þú getir ekki hlegið á einlægan hátt nema einhver hafi fengið samúð þína og þú getur heldur ekki grátið nema einhver hafi látið þig hlæja líka Lenti á vegg eftir löng veikindi af átröskun Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós var viðmælandi í Einkalífinu á árinu. „Ég fór inn á Hvítabandið, greindist með átröskun og var orðin lasin eftir mörg ár í íþróttinni minni. Sömuleiðis var alls konar persónulegt sem olli því. Það var rosalega mikil vinna að leggjast þar inn. Það erfiðasta við það myndi ég segja var að hafa ákveðið að fara inn, að játa fyrir sér að þú sért á þessum stað og þetta sé það sem þú þarft að gera,“ sagði Ástrós í viðtalinu. Aldrei séð hamborgara fara jafn hratt ofan í litla kroppa „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ sagði rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, þegar hún var stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa og aðstoðaði þau svo til Íslands. Bergþóra gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólki frá átakasvæðinu sem komið var með dvalarleyfi á Íslandi. „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið. Þeir höfðu beðið um að fá hamborgara að borða, sem þeir fengu. Ég hef aldrei séð hamborgara hverfa jafnhratt ofan í jafn litla kroppa. Móðirin hafði enga matarlyst. Hún var mjög dofin og þreytt. Þau eru að koma úr aðstæðum sem við getum ekki ímyndað okkur,“ sagði Bergþóra. Bjargaði vini sínum á fótboltaæfingu Maður sem var nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans ákváðu í kjölfarið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Vinirnir sögðu frá í viðtali á Vísi í september. Sprenging í notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás var notkun þessara lyfja skoðuð ítarlega í október. Sigmundur ekki hrifinn af Smiðju Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis var í umræðunni eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Elísabet Inga skellti sér í eftirminnilegan útsýnistúr um húsið með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Sigmundur var ekki hrifinn. Áfall að falla á stúdentsprófinu Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin. Þetta er meðal þess sem fram kom í Einkalífinu í september. Þar ræddi Stefán æskuárin úti á landi, árin í Versló og árin sem formaður VR. Hann ræddi líka uppnefnin, opinbera umræðu, Kampavínsfjelagið og það hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram til Alþingis. Aldrei markmið að hefna sín á Eddu Falak Frosti Logason fjölmiðlamaður segir markmið sitt með umfjöllun sinni um Eddu Falak aldrei hafa verið að hefna sín á henni vegna viðtals hennar við fyrrverandi kærustu hans. Frosti segir blaðamann Stundarinnar hafa boðið honum að segja sína hlið en síðan hætt við það án skýringa. Þetta er meðal þess sem kom fram í Einkalífinu á Vísi. Þar sagði Frosti frá tímanum þar sem Edda Pétursdóttir fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti Eddu Falak á Stundinni og sakaði Frosta um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann sagði Eddu Falak hafa falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Afmælisbarnsins sárt saknað í tvítugsafmælinu Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn. Viðbúnaðurinn var mikill þegar lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið 30. maí um að nítján ára Akureyringur hefði fallið í Fnjóská. Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni sem lauk fyrir hádegi daginn eftir þegar hann fannst látinn. Guðmundur Ingi Guðmundsson, alltaf kallaður Ingi, hafði farið ásamt vinum sínum að gamalli brú yfir Fnjóská við malarveg áleiðis til Grenivíkur í Grýtubakkahreppi. Þetta var fallegur snemmbúinn sumardagur þó enn væri maí. Planið var að stökkva út í ána af kletti við brúna. Stökkið reyndist hans síðasta. Sló óvænt í gegn í Kína Úkraínsk kona sem rekur verslanir með vefnaðarvörur í Miðborginni sló óvænt í gegn í Kína eftir að hópur kínverskra stórstirna gerði stórinnkaup í búð hennar á Laugavegi. Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna sagði í viðtali við ísland í dag á árinu reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Fékk svör við spurningum sem höfðu ásótt hana frá barnæsku Dagbjört Andrésdóttir, 33 ára söngkona, greindist með svokallaða heilatengda sjónskerðingu fyrir sjö árum. Greiningin færði henni svör við fjölmörgum spurningum sem höfðu ásótt hana frá barnæsku. Við heyrðum sögu Dagbjartar í Íslandi í dag í vikunni. „Ef ég á að vera hreinskilin þá var þetta bara svæsið einelti. Ég passaði aldrei inn í hópinn, var alltaf öðruvísi, gat aldrei leikið mér við hina krakkana eða gert eins og þau gerðu. Þetta var mjög svæsið einelti eiginlega alla grunnskólagönguna,“ sagði Dagbjört. Á hraðleið í kulnun Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur sneri aftur heim til Íslands í sumar eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um og hóf nám í læknisfræði í haust. Í Íslandi í dag og ræddi Pétur Ernir vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. Annáll 2024 Tengdar fréttir Brúðkaup ársins 2024 Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024. 27. desember 2024 07:00 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. 26. desember 2024 09:00 Frægir fundu ástina 2024 Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi. 23. desember 2024 07:01 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Andlátið eins og þruma úr heiðskíru lofti Heiður Hjaltadóttir, ræddi sögu sonar síns, Hjalta Þórs Ísleifssonar sem fannst látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss fyrir rúmu ári. Hjalti hafði afrekað ótrúlega hluti þrátt fyrir að vera aðeisn 27 ára gamall og hafði til dæmis unnið til verðlauna í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Heiður segir í viðtalinu að hún hafi tekið ákvöðrun strax eftir andlátið að ræða það opinskátt og hreinskilið. Ætlar aldrei aftur til Íslands Mikael Torfason rithöfundur flutti fyrir rúmu ári með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og sagði í upphafi árs í viðtali að hann væri eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir. Mikael er yfirlýsingaglaður í viðtalinu og segist kannski aldrei koma aftur. Segist vera kominn heim. Nema hugsanlega að kvikmyndaiðnaðurinn, sem nú á hug hans allan, verði til þess að draga hann á klakann. Sameinuð eftir fimmtán ára aðskilnað Tori Lynn setti sér það markmið á sínum tíma að vera búin að hafa uppi á föður sínum fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Leitin átti eftir að spanna tæp fimm ár en draumurinn rættist svo loks fyrir um ári síðan. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg, og á sama tíma hjartnæm og falleg. Tori sagði sögu sína og föður síns á Vísi á árinu. Slysið enn óuppgert Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Líf Ingibjargar varð aldrei samt eftir slysið. Fjarlægja þurfi af henni hægri handlegginn ofan við olnboga. Síðan er liðin tæplega hálf öld. Ingibjörg segir málið óuppgert. Hún telur að óhugsandi að slysið hefði átt sér stað hefði viðeigandi öryggisbúnaður verið notaður. Ingibjörg hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við hvernig mál hennar var afgreitt. Hún hefur oftar en einu sinni reynt að hafa uppi á gögnum varðandi málið, í því skyni að komast nánar til botns í því. Það hefur hins vegar reynst allt annað en auðvelt. Skráður faðir barna Quang Le sem svo stal nafninu hans Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Í viðtali við Vísi sagðist hann brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum. „Ég hef velt því fyrir mér að kæra hann til lögreglunnar en ekki látið verða af því. Ég vil ekki láta bendla mig við þessi mál,“ sagði Davíð í viðtali við Vísi þar sem hann lýsti samskiptum sínum við Quang Le síðustu áratugina. Þess má geta að Quang Le heitir nú aftur Quang Le. Missti tvo syni sína á sama deginum með sex ára millibili Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili, sama daginn. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni. Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við fíkn og voru báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Í viðtalinu við Berglindi kom fram að það væri hennar ósk að það verði komið á verulegum úrbótum í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fanga á meðan á afplánun stendur. Hún er staðráðin að halda minningu sona sinna á lofti og ræddi líf þeirra og dauða í viðtali við Vísi í sumar. „Þeir voru ekki bara fangar. Þeir voru ekki bara fíklar. Þeir voru manneskjur,“ segir hún í viðtalinu að neðan. Tuttugu ára fótboltaferill á enda Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum í nóvember. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur. Theodór Elmar er uppalinn í Vesturbæ og stundaði iðju sína með KR. Hann þótti mikið efni og aðeins 17 ára gamall vann hann sér sæti í stjörnum prýddu KR-liði og lék til dæmis með Guðmundi Benediktssyni, Kristjáni Erni Sigurðssyni, Sigurvin Ólafssyni auk tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssyni. „Fullt af þekktum reynsluboltum og erfitt umhverfi að koma inn í en á sama tíma var gott fyrir ungan leikmann að koma inn í þetta. Þetta voru menn sem höfðu unnið fullt af Íslandsmeistaratitlum með mikið keppnisskap. Maður lærði helling af þessum gaurum,“ sagði Theodór Elmar í viðtali í nóvember. Berst fyrir því að langvarandi áhrif Covid verði viðurkennd í heilbrigðiskerfinu Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á Covid-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. Í dag er hún ófær um að sinna flestum daglegum störfum og glímir við margvíslegan heilsubrest en hún segir sárlega skorta úrræði og skilning innan heilbrigðis-og velferðarkerfisins fyrir einstaklinga í hennar stöðu sem þjást af langvarandi áhrifum Covid [e. Long Covid]. Sigríður ræddi sjúkdóminn í viðtali en hún berst fyrir því að fá sjúkdóminn viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu. Kynferðisbrotinu sópað undir teppið Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu. Fyrr á þessu ári var pilturinn, Theodór Páll Theodórsson sem nú er þrítugur, dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot. Þar sem fyrrnefnt brot gegn Köru og vinkonu hennar hafði átt sér stað nítján árum áður var ekki litið til þess við dómsuppkvaðningu. „Ég á rosalega erfitt með að skilja af hverju það var ekki meira gert í málinu. Mín upplifun er sú að þessu hafi verið sópað undir teppið, eða þá að mömmu hafi ekki verið trúað, eða ekki tekið mark á henni,“ segir Kara í viðtali sem birt var í nóvember. Þar ræður hún sínar tilfinningar en einnig baráttu hennar og móður hennar fyrir réttlæti. Missti heimilið í eldgosi Sunna Jónína Sigurðardóttir býr við Efrahóp í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum og horfði í janúar á hraun renna inn í götuna hennar í beinni útsendingu og taka með sér þrjú hús. Það er oft búið að hafa það að orði að fólk sé með eldgos í garðinum hjá sér en það var ekki satt fyrr en í gær Sunna sagði við það tilefni Grindvíkinga þurfa að fá að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Hún sagðist ekki að flytja aftur í bæinn. Komst að því að báðir foreldrar hennar voru látnir Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar voru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar. Tinna sagði sögu sína í nokkrum viðtölum á Vísi á árinu. Allt frá því þegar hún fékk þær erfiðu fréttir að foreldrar henni væru látnir þar til hún komst að því að hún ætti tvær systur, ömmu og móðurbræður úti á Srí Lanka og frænkur á Íslandi sem hún vissi ekki af áður. Svar úr DNA-prófi kom Tinnu svo í opna skjöldu sem veltir nú fyrir sér hvort móður hennar hafi verið nauðgað eða hún haldið fram hjá. Þökkuðu starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir og í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni. Breytir leiknum að vera ekki ein Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði var á meðal þess sem sat eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk eftir að hún sló Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í maí á þessu ári. Þá hljóp Mari tæplega 382 kílómetra. Þegar hún lauk við hlaupið hafði hún verið vakandi í um 57 klukkustundir. „Það var svo þægilegt að vera með einhverjum en vera ekki ein. Ég man alveg áður fyrr þegar ég hef verið ein í svona hlaupi fór ég að sjá ofsjónir og ofsaþreyta. Þarna með fólkinu saman er alltaf hægt að tala saman, láta allt flakka. Það breytir leiknum svo ótrúlega mikið, að vera ekki ein í þessu,“ sagði Mari í viðtali eftir hlaupið. Einstæð móðir sem hleypur 100 kílómetra á viku Mari var þó ekki sú eina sem vakti athygli í Bakgarðshlaupinu í maí. Elísa Kristinsdóttir lenti í öðru sæti. Hún er einstæð móðir í fullu starfi sem nær engu að síður að hlaupa yfir 100 kílómetra á viku. Elísa Kristinsdóttir hljóp jafn langt, og jafn lengi og Mari í hlaupinu en náði lokahring hlaupsins ekki á tilsettum tíma. „Ég er ekki búin að meðtaka þetta,“ sagði Elísa um tilfinningarnar eftir hlaupið. „Ég var mjög meyr. Ég grét rosa mikið í gær út af öllu og engu. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og mikið þakklæti.“ Með húsaflutninga á heilanum Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni. Í viðtali sagði Guðlaug eigendur einnig oft hafa haft persónulegar ástæður fyrir því að flytja húsin. „Þeir fluttu búferlum og tóku hús sín með sér eða seldu húsið sitt öðrum sem vildi nota það annars staðar. En undirrótin var alltaf sú að á Íslandi vantaði alltaf timbur og húsaviðir voru afar verðmætir. Nýta þurfti hverja einustu spýtu vel og það var stundum gert aftur og aftur. Dæmi eru um að hús hafi verið flutt oftar en einu sinni og loks voru síðustu heillegustu spýturnar notaðar í að gera reykhús, inni í fjárhúsi eða í girðingarstaura og restin notuð sem eldiviður,“ sagði Guðlaug í viðtali við Vísi fyrr á árinu. Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Bragi Páll sendi nú fyrir jólin frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd. Í viðtali við Jakob Bjarnar ræðir Bragi Páll ræktina, skrifin, húðflúrið af Bjarna Ben og þjóðarmorðið á Gasa. „Ef þú vilt ekki opna á þér trantinn og segja að það sé rangt að sprengja börn í landvinningarstríði af því þú vilt vera öruggur um fleiri þýðingar og óskerta bóksölu finn ég raunverulega til með þér. Ef þú átt vini sem styðja ríki sem ástundar þjóðarmorð og þú segir ekkert þá hefur þú afhjúpað þig. Þá stendurðu bara á sprellanum eins og röflararnir úti á Nesi,“ sagði Bragi Páll. Sofa öll þrjú í sama rúminu Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist. „Ég hef séð aðra sem eru með svona stór rúm og svo hef ég líka alveg séð rúm sem eru stærri en okkar. Þar sem til dæmis sex manna fjölskylda er öll saman í rúmi,“ segir Björg. Hún segir fjölskylduna sofa miklu betur svona þó sömu lögmálin gildi um fjölskylduna upp í rúmi og aðrar. Tímamót hjá Halldóri Armand Halldór Armand Ásgeirsson sendi nýlega frá sér sína fimmtu skáldsögu, Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót voru því hjá Halldóri á árinu. Bæði var skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dró ekki af sér í höfundatali í haust. Ég lenti bara í smá uppgjöri við þetta allt í fyrra, það að skrifa bókmenntir, það að reyna að lifa sem rithöfundur í heimi þar sem bækur seljast sífellt verr og verr. „Ég ákvað að sleppa dálítið tökunum á þessu öllu og mér virkilega tókst það. Sleppa tökunum af væntingum, og þessu hlutverki, þessum draumi. Mig langaði bara að skrifa bók sem ég myndi skrifa hlæjandi allan tímann alveg eins og þegar ég var 14 ára. Alveg óháð því hvort það þyki „fínt“ eða ekki.“ Sjö ár að skrifa Kul Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti gekk blaðamaður Vísis svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Sunna Dís segir í höfundatali hjá Jakobi Bjarnari að hún hafi verið í sjö ár að skrifa bókina. Sunna Dís starfaði áður sem blaðamaður en segir miklu skemmtilegra að geta skáldað hlutina. „Nei. Það er alltaf þetta heimildabras á blaðamönnum. Miklu skemmtilegra að geta bara skáldað þetta allt saman. En ég held reyndar líka að ég hafi gerst blaðamaður og svo gagnrýnandi til þess að þurfa ekki að verða rithöfundur alveg strax.“ Eðlilegt að taka upp íslenskt nafn Mál Mohamad Thors Jóhannessonar, áður Kourani, vakti gríðarlega athygli á Íslandi í ár. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði. Stöðugur fréttaflutningur var af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum. Þetta síðasta sló eiginlega allt annað út þó ekki teljist það af alvarlegum toga. Mohamad Kourani skipti um nafn og heitir nú Mohamad Thor Jóhannesson. Hann segir eðlilegt að hann taki upp íslenskt nafn verandi búsettur hér en hann svaraði nokkrum spurningum um málið skriflega í gegnum lögmann sinn. Svörin má finna að neðan. Ráðlagt að skoða ekki sjúkdóminn á netinu Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með SMA en við tók löng bið eftir að hitta lækni. Það eina sem við fáum að vita er að hann er SMA jákvæður og hún útskýrði aðeins sjúkdóminn fyrir okkur hvernig hann leggst og skemmir taugarnar í mænunni Þeim var ráðlagt að skoða ekki netið á meðan þau biðu eftir lækni, en höfðu hins vegar miklar áhyggjur og vika er langur tími. Þau lásu sér því til um sjúkdóminn þrátt fyrir viðvaranir. Maron Dagur er með SMA týpu 1 og það sem stóð á netinu var erfitt fyrir þau að lesa. „Í rauninni að lífslíkurnar væru til tveggja ára,“ sagði Guðný móðir hans og að lestrinum hafi fylgt mikil sorg. Guðni sáttur við árin átta Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni sem forseti síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lét af embætti í sumar. „Ég þakka öllum þeim sem ég hef unnið með, þótt ábyrgðin í þessu embætti sé ætíð á herðum manns sjálfs og einskis annars hef ég notið þess heiðurs og ánægju að vinna með svo mörgum. Mínu starfsfólki, embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ sagði Guðni, sem fór yfir farinn veg með fréttamanni Stöðvar 2, í sumar. Vilja vita hvað sonur þeirra átti að hafa gert Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl síðastliðnum lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. Fjölskylda Sólons lagði svo í sumar fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Sólon féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. Talsmaður fjölskyldunnar, Hödd Vilhjálmsdóttir, sagði í viðtali í sumar að það væri einlæg ósk fjölskyldunnar að fá að vita hvað sonur þeirra átti að hafa gert. Æfir fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. Heimir Már ræddi við Egil í Ísland í dag í sumar. Skyndilega í sviðsljósinu með Katrínu Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Það breyttist svo í sumar þegar Katrín bauð sig fram til forseta. Gunnar settist niður með blaðamanna í aðdraganda kosninganna og ræddi sambandið, pólítíkina og doktorsnámið sem hann er í. Gat ekki borðað eða drukkið vegna verkja Hin rúmlega tvítuga Alice Viktoria Kent segist enn fá kvíðaköst og liggja andvaka á næturnar vegna þess viðmóts sem mætti henni í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hún leitaði aðstoðar með mikla kviðverki þegar hún var sautján ára gömul. Hún var með mikla verki í kviði og í fótum en fékk þau svör á Íslandi að ekki hefði fundist neitt að henni. Hún gat ekki borðað eða drukkið vegna verkja og gat takmarkað gengið. Foreldrar hennar leituðu að læknisaðstoð fyrir hana í Þýskalandi þar sem hún var greind með CS [e. Compression Syndrome]. Þar fékk hún úrlausn sinna mála og fór í tvær aðgerðir árið 2021 og 2022. Þetta er náttúrulega bara búin að vera barátta út í eitt. Ég hef þurft að berjast fyrir minnstu hlutum og það er bara af því að ég er með sjaldgæfan sjúkdóm. „Þetta situr rosalega í mér og það særir mig mest að vita að aðrir eru að lenda í sama viðmóti,“ sagði Alice Viktoría í samtali við Vísi í febrúar. Lifði til tvítugs en átti ekki að verða meira en þriggja ára Þuríður Arna Óskarsdóttir var þriggja ára þegar læknar sögðu að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Þvert á yfirlýsingar lækna lifði hún til rúmlega tvítugs. Áslaug Ósk Hinriksdóttir og Óskar Örn Guðbrandsson kynntust á Sálartónleikum á Gauknum árið 2001. Það er óhætt að segja að þau hafi strax orðið skotin af því mánuði síðar varð Áslaug ólétt af fyrsta barni þeirra, Þuríði. Þuríður kom í heiminn 20. maí 2002 og tveimur árum síðar voru þau hjónin gift, annað barnið kom níu mánuðum síðar og þrjú til viðbótar næstu ár á eftir. Árið 2004 breytti öllu í lífi fjölskyldunnar. Foreldrar hennar sögðu frá baráttu Þuríðar og hvernig fjölskyldan tókst á við veikindi hennar í Ísland í dag. Bríet á tímamótum Bríet skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum síðan þegar hún gaf út smáskífuna In too deep og tónlistarmyndband fylgdi. Hún er einhver farsælasta tónlistarkona landsins og er algjörlega óhrædd við að taka áhættu og þróast. Bríet hefur sömuleiðis haldið fjöldann allan af einstökum tónleikum og gefur ekkert eftir þegar það kemur að sviðsetningu, listsköpun, klæðaburði og öðru og fer gjarnan með hlutina á hærra plan. Hún fór á fullt í bransanum sautján ára gömul, er 25 ára í dag, stendur á tímamótum og heldur ótrauð áfram. „Minn akkilesarhæll er að vera berskjölduð,“ sagði Bríet einlæg í viðtali fyrr á árinu. Nýr biskup með einstakan stíl Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir var viðmælandi í Tískutali á árinu sem er að líða. „Ef ég væri ekki prestur væri gaman vera poppstjarna því þá hefði ég svo mikið frelsi í klæðnaði. Litir, mynstur og snið skipta mig miklu máli og helst vil ég að fötin séu aðeins óvenjuleg, þó ekki sé nema eitthvað smáatriði sem sker sig úr og gerir flíkina sérstaka,“ sagði Guðrún í viðtali sem má lesa að neðan. Ekkert eins eftir flutninginn Jógvan Hansen er flestum Íslendingum góðkunnugur en hann hefur komið víða við í skemmtana- og tónlistarbransanum hérlendis. Fyrir rúmum tuttugu árum ákvað Jógvan að prófa að flytja frá Færeyjum til Íslands með vinkonu sinni og ekkert varð eins síðan. Salka Sól ræddi ófrjósemi og fæðingarþunglyndi Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og ýmislegt gengið á í hennar lífi. Í dag er hún sterkari en nokkru sinni fyrr, var að senda frá sér lag og vinnur að nýrri plötu. Blaðamaður ræddi við Sölku Sól um lífið og tilveruna, listina og sköpunargleðina, ófrjósemi, fæðingarþunglyndi, ADHD greiningu og fleira. „Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni Salka Sól í viðtali í sumar Færri minningar af mömmu gangandi en í hjólastól „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ sagði leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. „Mamma var virkilega orkumikil en hún veikist þegar að ég er bara rétt að byrja í grunnskóla. Það er svo margt sem dettur út og þú áttar þig ekki alveg á því, því þetta er bara þinn raunveruleiki. Ég á miklu færri minningar af henni gangandi en í hjólastól,“ sagði Unnur í viðtalinu. Missti báða foreldra sína sem barn Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. Gunnar Smári setti upp leikritið Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó á árinu þar sem hann fjallaði um húmorinn í harminum. Ég trúi því að þú getir ekki hlegið á einlægan hátt nema einhver hafi fengið samúð þína og þú getur heldur ekki grátið nema einhver hafi látið þig hlæja líka Lenti á vegg eftir löng veikindi af átröskun Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós var viðmælandi í Einkalífinu á árinu. „Ég fór inn á Hvítabandið, greindist með átröskun og var orðin lasin eftir mörg ár í íþróttinni minni. Sömuleiðis var alls konar persónulegt sem olli því. Það var rosalega mikil vinna að leggjast þar inn. Það erfiðasta við það myndi ég segja var að hafa ákveðið að fara inn, að játa fyrir sér að þú sért á þessum stað og þetta sé það sem þú þarft að gera,“ sagði Ástrós í viðtalinu. Aldrei séð hamborgara fara jafn hratt ofan í litla kroppa „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ sagði rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, þegar hún var stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa og aðstoðaði þau svo til Íslands. Bergþóra gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólki frá átakasvæðinu sem komið var með dvalarleyfi á Íslandi. „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið. Þeir höfðu beðið um að fá hamborgara að borða, sem þeir fengu. Ég hef aldrei séð hamborgara hverfa jafnhratt ofan í jafn litla kroppa. Móðirin hafði enga matarlyst. Hún var mjög dofin og þreytt. Þau eru að koma úr aðstæðum sem við getum ekki ímyndað okkur,“ sagði Bergþóra. Bjargaði vini sínum á fótboltaæfingu Maður sem var nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans ákváðu í kjölfarið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Vinirnir sögðu frá í viðtali á Vísi í september. Sprenging í notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás var notkun þessara lyfja skoðuð ítarlega í október. Sigmundur ekki hrifinn af Smiðju Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis var í umræðunni eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Elísabet Inga skellti sér í eftirminnilegan útsýnistúr um húsið með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Sigmundur var ekki hrifinn. Áfall að falla á stúdentsprófinu Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin. Þetta er meðal þess sem fram kom í Einkalífinu í september. Þar ræddi Stefán æskuárin úti á landi, árin í Versló og árin sem formaður VR. Hann ræddi líka uppnefnin, opinbera umræðu, Kampavínsfjelagið og það hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram til Alþingis. Aldrei markmið að hefna sín á Eddu Falak Frosti Logason fjölmiðlamaður segir markmið sitt með umfjöllun sinni um Eddu Falak aldrei hafa verið að hefna sín á henni vegna viðtals hennar við fyrrverandi kærustu hans. Frosti segir blaðamann Stundarinnar hafa boðið honum að segja sína hlið en síðan hætt við það án skýringa. Þetta er meðal þess sem kom fram í Einkalífinu á Vísi. Þar sagði Frosti frá tímanum þar sem Edda Pétursdóttir fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti Eddu Falak á Stundinni og sakaði Frosta um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann sagði Eddu Falak hafa falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Afmælisbarnsins sárt saknað í tvítugsafmælinu Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn. Viðbúnaðurinn var mikill þegar lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið 30. maí um að nítján ára Akureyringur hefði fallið í Fnjóská. Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni sem lauk fyrir hádegi daginn eftir þegar hann fannst látinn. Guðmundur Ingi Guðmundsson, alltaf kallaður Ingi, hafði farið ásamt vinum sínum að gamalli brú yfir Fnjóská við malarveg áleiðis til Grenivíkur í Grýtubakkahreppi. Þetta var fallegur snemmbúinn sumardagur þó enn væri maí. Planið var að stökkva út í ána af kletti við brúna. Stökkið reyndist hans síðasta. Sló óvænt í gegn í Kína Úkraínsk kona sem rekur verslanir með vefnaðarvörur í Miðborginni sló óvænt í gegn í Kína eftir að hópur kínverskra stórstirna gerði stórinnkaup í búð hennar á Laugavegi. Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna sagði í viðtali við ísland í dag á árinu reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Fékk svör við spurningum sem höfðu ásótt hana frá barnæsku Dagbjört Andrésdóttir, 33 ára söngkona, greindist með svokallaða heilatengda sjónskerðingu fyrir sjö árum. Greiningin færði henni svör við fjölmörgum spurningum sem höfðu ásótt hana frá barnæsku. Við heyrðum sögu Dagbjartar í Íslandi í dag í vikunni. „Ef ég á að vera hreinskilin þá var þetta bara svæsið einelti. Ég passaði aldrei inn í hópinn, var alltaf öðruvísi, gat aldrei leikið mér við hina krakkana eða gert eins og þau gerðu. Þetta var mjög svæsið einelti eiginlega alla grunnskólagönguna,“ sagði Dagbjört. Á hraðleið í kulnun Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur sneri aftur heim til Íslands í sumar eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um og hóf nám í læknisfræði í haust. Í Íslandi í dag og ræddi Pétur Ernir vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði.
Annáll 2024 Tengdar fréttir Brúðkaup ársins 2024 Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024. 27. desember 2024 07:00 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. 26. desember 2024 09:00 Frægir fundu ástina 2024 Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi. 23. desember 2024 07:01 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Brúðkaup ársins 2024 Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024. 27. desember 2024 07:00
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. 26. desember 2024 09:00
Frægir fundu ástina 2024 Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi. 23. desember 2024 07:01