Innlent

Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf.

Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Við hittum forstöðukonu sem segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins.

Þá heyrum við í formanni Miðflokksins sem telur að ný ríkisstjórn muni ekki lifa út kjörtímabilið. Útfærsla markmiða í stjórnarsáttmála komi til með að valda ágreiningi.

Þá kíkjum við í kirkjugarðana þar sem margir vitjuðu leiða ástvina sinna í morgun og verðum í beinni frá Kringlunni og heyrum í þeim sem eru á síðasta snúningi með jólainnkaupin.

Þetta og fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×