Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 08:57 Frans páfi vígði fagnaðarár. EPA/Fabio Frustaci Frans páfi opnaði dyr Péturskirkju í gærkvöldi og ýtti þannig júbileumsári kaþólsku kirkjunnar úr vör. Áætlað er að á fjórða tug milljóna pílagríma muni gera sér ferð til Rómarborgar á næsta ári, sem er svokallað fagnaðarár. Árið 2025 er heilagt ár (lat. iubilaeus) þar sem kaþólikkum gefst færi á að ganga inn um helgar dyr Péturskirkju sem eru vanalega lokaðar aðkomufólki. Pílagrímar sem ferðast til Vatíkansins á þessu fagnaðarári hljóta sérstakt syndaaflát. Fagnaðarár kaþólskra manna ber að garði á 25 ára fresti. Hefðin á rætur sínar að rekja til þriðju Mósebókar þar sem kveðið er á um að sérstakt fagnaðarár beri upp á fimmtíu ára fresti. Árið 1300 innleiddi Bónifasíus áttundi páfi slíkt fagnaðarár og haldið hefur verið upp á það á fimmtíu eða 25 ára fresti síðan. Í aðfangadagshómilíu sinni gerði páfinn stríð og átök aftur að umfjöllunarefni sínu. Hann vakti mikla athygli í jólaávarpi sínu á síðasta ári fyrir að fordæma innrás Ísraels í Palestínu. Frans páfi flytur jólaávarp sitt í hádeginu í dag. „Við leiðum hugann að stríðum, börnum sem skotin hafa verið með vélbyssum, sprengjum vörpuðum á skóla og sjúkrahús,“ sagði páfinn. Undirbúningur fyrir fagnaðarárið sem hófst í nótt hefur lengi staðið yfir í Rómarborg. Gert hefur verið við kennileiti borgarinnar líkt og Trevíbrunninn og Engilsbrú og hafa stræti og torg verið þrifin. Gert er ráð fyrir stöðugum straumi ferðamanna út árið næsta. Páfagarður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Árið 2025 er heilagt ár (lat. iubilaeus) þar sem kaþólikkum gefst færi á að ganga inn um helgar dyr Péturskirkju sem eru vanalega lokaðar aðkomufólki. Pílagrímar sem ferðast til Vatíkansins á þessu fagnaðarári hljóta sérstakt syndaaflát. Fagnaðarár kaþólskra manna ber að garði á 25 ára fresti. Hefðin á rætur sínar að rekja til þriðju Mósebókar þar sem kveðið er á um að sérstakt fagnaðarár beri upp á fimmtíu ára fresti. Árið 1300 innleiddi Bónifasíus áttundi páfi slíkt fagnaðarár og haldið hefur verið upp á það á fimmtíu eða 25 ára fresti síðan. Í aðfangadagshómilíu sinni gerði páfinn stríð og átök aftur að umfjöllunarefni sínu. Hann vakti mikla athygli í jólaávarpi sínu á síðasta ári fyrir að fordæma innrás Ísraels í Palestínu. Frans páfi flytur jólaávarp sitt í hádeginu í dag. „Við leiðum hugann að stríðum, börnum sem skotin hafa verið með vélbyssum, sprengjum vörpuðum á skóla og sjúkrahús,“ sagði páfinn. Undirbúningur fyrir fagnaðarárið sem hófst í nótt hefur lengi staðið yfir í Rómarborg. Gert hefur verið við kennileiti borgarinnar líkt og Trevíbrunninn og Engilsbrú og hafa stræti og torg verið þrifin. Gert er ráð fyrir stöðugum straumi ferðamanna út árið næsta.
Páfagarður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira