Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 08:57 Frans páfi vígði fagnaðarár. EPA/Fabio Frustaci Frans páfi opnaði dyr Péturskirkju í gærkvöldi og ýtti þannig júbileumsári kaþólsku kirkjunnar úr vör. Áætlað er að á fjórða tug milljóna pílagríma muni gera sér ferð til Rómarborgar á næsta ári, sem er svokallað fagnaðarár. Árið 2025 er heilagt ár (lat. iubilaeus) þar sem kaþólikkum gefst færi á að ganga inn um helgar dyr Péturskirkju sem eru vanalega lokaðar aðkomufólki. Pílagrímar sem ferðast til Vatíkansins á þessu fagnaðarári hljóta sérstakt syndaaflát. Fagnaðarár kaþólskra manna ber að garði á 25 ára fresti. Hefðin á rætur sínar að rekja til þriðju Mósebókar þar sem kveðið er á um að sérstakt fagnaðarár beri upp á fimmtíu ára fresti. Árið 1300 innleiddi Bónifasíus áttundi páfi slíkt fagnaðarár og haldið hefur verið upp á það á fimmtíu eða 25 ára fresti síðan. Í aðfangadagshómilíu sinni gerði páfinn stríð og átök aftur að umfjöllunarefni sínu. Hann vakti mikla athygli í jólaávarpi sínu á síðasta ári fyrir að fordæma innrás Ísraels í Palestínu. Frans páfi flytur jólaávarp sitt í hádeginu í dag. „Við leiðum hugann að stríðum, börnum sem skotin hafa verið með vélbyssum, sprengjum vörpuðum á skóla og sjúkrahús,“ sagði páfinn. Undirbúningur fyrir fagnaðarárið sem hófst í nótt hefur lengi staðið yfir í Rómarborg. Gert hefur verið við kennileiti borgarinnar líkt og Trevíbrunninn og Engilsbrú og hafa stræti og torg verið þrifin. Gert er ráð fyrir stöðugum straumi ferðamanna út árið næsta. Páfagarður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Árið 2025 er heilagt ár (lat. iubilaeus) þar sem kaþólikkum gefst færi á að ganga inn um helgar dyr Péturskirkju sem eru vanalega lokaðar aðkomufólki. Pílagrímar sem ferðast til Vatíkansins á þessu fagnaðarári hljóta sérstakt syndaaflát. Fagnaðarár kaþólskra manna ber að garði á 25 ára fresti. Hefðin á rætur sínar að rekja til þriðju Mósebókar þar sem kveðið er á um að sérstakt fagnaðarár beri upp á fimmtíu ára fresti. Árið 1300 innleiddi Bónifasíus áttundi páfi slíkt fagnaðarár og haldið hefur verið upp á það á fimmtíu eða 25 ára fresti síðan. Í aðfangadagshómilíu sinni gerði páfinn stríð og átök aftur að umfjöllunarefni sínu. Hann vakti mikla athygli í jólaávarpi sínu á síðasta ári fyrir að fordæma innrás Ísraels í Palestínu. Frans páfi flytur jólaávarp sitt í hádeginu í dag. „Við leiðum hugann að stríðum, börnum sem skotin hafa verið með vélbyssum, sprengjum vörpuðum á skóla og sjúkrahús,“ sagði páfinn. Undirbúningur fyrir fagnaðarárið sem hófst í nótt hefur lengi staðið yfir í Rómarborg. Gert hefur verið við kennileiti borgarinnar líkt og Trevíbrunninn og Engilsbrú og hafa stræti og torg verið þrifin. Gert er ráð fyrir stöðugum straumi ferðamanna út árið næsta.
Páfagarður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira