Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. desember 2024 12:26 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Súðavíkurhlíð klukkan 12:15. Horft til suðurs. Vegagerðin Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“ Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“
Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira