Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 17:30 Syrgjendur hella mjólk og kasta blómum í hafið í Chennai á Indlandi. AP Photo/Mahesh Kumar A. Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn
Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira