Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 09:49 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr. Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira