Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 23:03 Magnus Carlsen er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. EPA Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. Frá þessu greindi Carlsen sjálfur í viðtali á YouTube rásinni Take Take Take í dag. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur á þriðjudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. „Til að gera langa sögu stutta mun ég spila að minnsta kosti einn dag til viðbótar hér í New York. Ef vel gengur mun ég líka taka annan dag,“ sagði Carlsen í viðtalinu fyrr í dag. Hann hyggst keppa í atskák en hann er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Hann sagðist hafa átt samtal við Arkady Dvorkovich forseta Alþjóðlega skáksambandsins, Fide, og í kjölfarið ákveðið að skrá sig í keppnina á ný. Í viðtalinu sagðist hann tvímælalaust ætla að klæðast gallabuxum í næstu viðureignum. „Auk þess þá dýrka ég að spila atskák. Mig langar til að gefa aðdáendum mínum tækifæri til að sjá mig spila. Þetta gæti orðið mitt síðasta skipti, hver veit,“ sagði Carlsen. Í færslu á X reikningi Fide sagðist Dvorkovich harma það fjaðrafok sem atburðarás síðustu daga skapaði. Í framhaldinu hygðust samtökin vera sveigjanlegri í tengslum við klæðaburðarreglur og leyfa smávægileg frávik frá þeim. Skák Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Frá þessu greindi Carlsen sjálfur í viðtali á YouTube rásinni Take Take Take í dag. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur á þriðjudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. „Til að gera langa sögu stutta mun ég spila að minnsta kosti einn dag til viðbótar hér í New York. Ef vel gengur mun ég líka taka annan dag,“ sagði Carlsen í viðtalinu fyrr í dag. Hann hyggst keppa í atskák en hann er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Hann sagðist hafa átt samtal við Arkady Dvorkovich forseta Alþjóðlega skáksambandsins, Fide, og í kjölfarið ákveðið að skrá sig í keppnina á ný. Í viðtalinu sagðist hann tvímælalaust ætla að klæðast gallabuxum í næstu viðureignum. „Auk þess þá dýrka ég að spila atskák. Mig langar til að gefa aðdáendum mínum tækifæri til að sjá mig spila. Þetta gæti orðið mitt síðasta skipti, hver veit,“ sagði Carlsen. Í færslu á X reikningi Fide sagðist Dvorkovich harma það fjaðrafok sem atburðarás síðustu daga skapaði. Í framhaldinu hygðust samtökin vera sveigjanlegri í tengslum við klæðaburðarreglur og leyfa smávægileg frávik frá þeim.
Skák Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira