Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Vísir/eyþór Draumur margra verður að veruleika í næsta mánuði þegar þrjár öflugustu CrossFit konur Íslandssögunnar taka höndum saman og keppa í sama liði á stóru CrossFit móti. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira