Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 07:50 Það hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. Vísir/Lovísa Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. „Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin Veður Áramót Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin
Veður Áramót Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira