Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 10:54 ,Vilhelm einkasafn, Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið. Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið.
Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira