Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 13:01 Magnus Carlsen keypti þessar gallabuxur rétt áður en hann tefldi á heimsmeistaramótinu. Misha Friedman/Getty Images Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024 Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024
Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03
Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum