„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:46 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Hulda Margrét „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira