Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Gabriela Dabrowski dreifði bleikum boltum til áhorfenda áður en greindi frá brjóstakrabbameininu. Clive Brunskill/Getty Images Gabriela Dabrowski vann til verðlauna á Ólympíuleikunum og þrjú risamót í tvíliðaleik. Hún endaði árið á gullmedalíu á WTA lokamótinu og greindi svo frá því að hún hefði glímt við brjóstakrabbamein allt keppnistímabilið 2024. „Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum. Tennis Ólympíuleikar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
„Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum.
Tennis Ólympíuleikar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira