Carragher skammar Alexander-Arnold Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 11:31 Jamie Carragher er ekki ánægður með Trent Alexander-Arnold og starfslið hans. Vísir/Getty Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu. Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira