Carragher skammar Alexander-Arnold Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 11:31 Jamie Carragher er ekki ánægður með Trent Alexander-Arnold og starfslið hans. Vísir/Getty Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu. Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira