Félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni opnaði á miðnætti og geta liðin í deildinni bætt við sig nýjum leikmönnum. Glugginn lokar aftur klukkan 23:00 mánudaginn 3. febrúar og hafa félögin því rúman mánuð til stefnu.
Glugginn þýðir þó ekki aðeins að félög deildarinnar geta keypt leikmenn því frá miðnætti gátu leikmenn sem renna út á samningi þann 30. júní í sumar hafið viðræður við erlend félög um félagaskipti þegar samningur þeirra rennur út. Geta leikmennirnir þá farið frítt og eru nokkur stór nöfn á listanum sem Skysports tók saman.
Hér er listi yfir þá leikmenn sem geta yfirgefið félög sín frítt í sumar:
Arsenal: Jorginho, Thomas Partey og Kieran Tierney

Aston Villa: Robin Olsen og Kourtney House
Bournemouth: Enginn
Brentford: Ben Mee, Christian Nörgaard og Josh Dasilva
Brighton: James Milner, Joel Veltman, Tariq Lamptey, Jakub Moder og Imari Samuels

Chelsea: Lucas Bergström
Crystal Palace: Will Hughes, Nathaniel Clyne, Joel Ward, Jeffrey Schlupp og Remi Matthews
Everton: Dominic Calvert-Lewin, Michael Keane, Idrissa Gueye, Abdoulaye Doucoure, Ashley Young, Seamus Coleman og Asmir Begovic

Fulham: Tom Cariney, Adama Traore, Raul Jimenez, Kenny Tete og Carlos Vinicius
Ipswich: Axel Tuanzebe, Massimo Luongo, Cameron Burgess og Luke Woolfenden
Leicester: Jamie Vardy, Danny Ward og Daniel Iversen
Liverpool: Mohamed Salah, Virgil Van Dijk og Trent Alexander-Arnold

Manchester City: Ilkay Gundogan, Kevin De Bruyne og Scott Carson
Manchester United: Amad Diallo, Harry Maguire, Jonny Evans, Christan Eriksen, Victor Lindelöf og Tom Heaton

Newcastle: Callum Wilson, Fabian Schar, Sean Longstaff, Jamaal Lascelles, Martin Dubravka, Emil Krafth, John Ruddy og Mark Gillespie
Nottingham Forest: Chris Wood, Ola Aina, Willy Boly og Harry Toffolo

Southampton: Kyle Walker-Peters, Adam Lallana og Joe Lumley
Tottenham: Heung-Min Son, Fraser Forster, Ben Davies, Sergio Reguilon og Alfie Whiteman
West Ham: Aaron Cresswell, Michael Antonio, Danny Ings, Vladimir Coufal og Lukasz Fabianski
Wolves: Pablo Sarabia, Craig Dawson, Mario Lemina og Nelson Semedo