Enski boltinn

Willum Þór lagði upp þegar Birming­ham tapaði stigum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Willum Þór í leiknum í dag.
Willum Þór í leiknum í dag. Vísir/Getty

Fimm Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í neðri deildum enska boltans í fyrstu leikjum nýs árs. Willum Þór Willumsson heldur áfram að gera góða hluti með liði Birmingham.

Willum Þór Willumsson lagði upp mark Birmingham sem gerði 1-1 jafntefli við Stockport á útivelli. Willum Þór lagði upp mark fyrir Alfie May á 5. mínútu leiksins en var síðan tekin af velli á 65. mínútu. Lið Stockport jafnaði metin á 78. mínútu og 1-1 urðu lokatölur leiksins.

Jón Daði Böðvarsson kom inn undir lokin í liði Wrexham sem tapaði 2-1 á útivelli gegn Barnsley. Wrexham situr í 3. sæti League One deildarinnar og er tveimur stigum á eftir Birmingham og Wycombe sem eru jöfn á toppi deildarinnar.

Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby Town sem tapaði 3-2 gegn Accrington í League Two deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 73. mínútu í stöðunni 2-2 en heimamenn í Accrington tryggðu sér metin með marki undir lokin.

Stefán Teitur Þórðarson var tekinn af velli í hálfleik þegar lið hans Preston beið lægri hlut gegn West Brom á útivelli í Championship-deildinni.. Staðan í hálfleik var 3-0 West Brom í vil en Stefán Teitur fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir náðu að minnka muninn í seinni hálfleik en West Brom fagnaði 3-1 sigri.

Þá sat Guðlaugur Victor Pálsson allan tímann á varamannabekk Plymouth sem gerði 2-2 jafntefli gegn Bristol City í fyrsta leik liðsins eftir að Wayne Rooney var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. Plymouth situr í neðsta sæti Championship-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×