Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 20:45 Rannsókn stendur nú yfir á vettvangi. AP/Risto Bozovic Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins. Fréttastofa Reuters greinir frá en samkvæmt lögreglu á svæðinu gekk maður með skotvopn inn á veitingastað í borginni þar sem hann hóf skothríð og banaði minnst tveimur. Er maðurinn gekk út af veitingastaðnum hélt hann skothríð sinni áfram og skaut tvö börn til bana á götunni. Meðal þeirra látnu er eigandi veitingastaðarins og tvö börn hans. Fjórir hið minnsta voru fluttir særðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn lögreglu áttu einhvers konar átök sér stað inni á veitingastaðnum áður en árásarmaðurinn hleypti af skoti. Árásarmaðurinn er 45 ára og er sagður eiga brotaferil að baki. Samkvæmt ríkismiðli Svartfjallalands heitir hann Aco Martinovic sem hefur áður verið handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð. Árásarmaðurinn flúði vettvang vopnaður og er hans enn leitað af lögreglu á svæðinu. Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur fordæmt atvikið og lýst yfri þriggja daga þjóðarsorg. Frétt var uppfærð klukkan 22:00. Áður var talið að fjögur hafi látið lífið í árásinni en síðan kom í ljós að fórnarlömbin væru tíu. Svartfjallaland Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fréttastofa Reuters greinir frá en samkvæmt lögreglu á svæðinu gekk maður með skotvopn inn á veitingastað í borginni þar sem hann hóf skothríð og banaði minnst tveimur. Er maðurinn gekk út af veitingastaðnum hélt hann skothríð sinni áfram og skaut tvö börn til bana á götunni. Meðal þeirra látnu er eigandi veitingastaðarins og tvö börn hans. Fjórir hið minnsta voru fluttir særðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn lögreglu áttu einhvers konar átök sér stað inni á veitingastaðnum áður en árásarmaðurinn hleypti af skoti. Árásarmaðurinn er 45 ára og er sagður eiga brotaferil að baki. Samkvæmt ríkismiðli Svartfjallalands heitir hann Aco Martinovic sem hefur áður verið handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð. Árásarmaðurinn flúði vettvang vopnaður og er hans enn leitað af lögreglu á svæðinu. Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur fordæmt atvikið og lýst yfri þriggja daga þjóðarsorg. Frétt var uppfærð klukkan 22:00. Áður var talið að fjögur hafi látið lífið í árásinni en síðan kom í ljós að fórnarlömbin væru tíu.
Svartfjallaland Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira