Í tilkynningu frá MAST kemur fram að stofnunin hafi fengið upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Fram kemur í tilkynningu frá Líflandi um innköllunin að stangirnar hafi ekki verið í sölu á Íslandi. Ástæða innköllunarinnar sé að eitrunaráhrifin hafi komið upp í hundum í Danmörku sem neytt hafa Chrisco Tyggeruller med kylling.
„Þessi vara sem virðist hafa valdið eitrunaráhrifum hefur ekki verið í sölu á Íslandi en af öryggisástæðum hefur verið ákveðið að innkalla þær vörur sem koma frá viðkomandi undirbirgja Chrisco og samstarfi við hann slitið,“ segir í tilkynningunni.
Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur:
Vörumerki: Chrisco
Vöruheiti: Chrisco Tyggerulle med kylling & kyllingelever
Best fyrir: 01.12.2025 og 15.03.2026
Nettómagn: 95 g
Geymsluskilyrði: Þurrvara
Framleiðandi: Chrisco
Framleiðsluland: Kína
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Lífland, Brúarvogur 1-3 104 Reykjavík