Innlent

Net­sam­band komið aftur á í Ár­bæ

Lovísa Arnardóttir skrifar
Viðgerðin gæti tekið allt að þrjár klukkustundir.
Viðgerðin gæti tekið allt að þrjár klukkustundir. Vísir/Vilhelm

Vegna bilunar í línuspjaldi hjá Mílu voru um þúsund nettengingar á heimilum og fyrirtækjum í Árbæ í Reykjavík óvirkar í eina og hálfa klukkustund. 

Í tilkynningu frá Mílu segir að bilunin hafi einhver áhrif á farsímaþjónustu á svæðinu. Það sé þó samband víðast hvar.

Viðgerð er hafin og áætlaður viðgerðartími er ein til þrjár klukkustundir samkvæmt tilkynningu. 

„Við reyndum að endurræsa og það tókst ekki. Við sendum mann á staðinn til að meta aðstæður og það er búið að endurræsa allan kassann í kringum þetta. Spjaldið er búið að svara en þetta er að koma inn,“ segir Atli Stefán Yngvason og að það sé bilun fjarskiptabúnaði.

„Tæknimaðurinn minn er bjartsýnn og við ætlum að reyna að koma þessu í lag áður en fólk kemur heim í Árbæinn,“ segir Atli Stefán að lokum.

Uppfært 16:07: Viðgerð er lokið og allt samband er komið aftur á í Árbæ. Samband fór út klukkan 14:19 og kom inn aftur að fullu 15:52.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×