Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 13:48 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Liðið mætti Dönum í úrslitaleik en steinlá þar. Getty/Marco Wolf Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, vill sjá lið sitt sýna á HM í þessum mánuði að verðlaunin á Ólympíuleikunum í París voru engin tilviljun. Hann segir Þýskaland með sterkasta liðið í sínum riðli. Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira