Frábærar fréttir fyrir Frakka Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 12:02 Dika Mem og Nicolas Tournat fagna sigri á Dönum í úrslitum EM í Köln fyrir ári síðan. Lars Baron/Getty Images Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum. Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn