Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 12:15 Þúsundir gesta skemmtu sér í allt að sex daga á ólöglegu „megareifi“ í Ciudad Real á Spáni frá áramótunum til þrettándans. Vísir/Getty Allir eldar brenna út um síðir, meira að segja sex daga ólöglega „megareifið“ sem hafði staðið samfleytt frá því á gamlársdag í Ciudad Real á Spáni. Um fimm þúsund manns sóttu reifið sem var haldið án nokkurra leyfa en lögregla vogaði sér ekki að leysa upp. Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót. Spánn Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót.
Spánn Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira