„Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 07:30 Þórir skilar góðu búi af sér eftir sögulega góðan árangur í starfi. Maja Hitij/Getty Images Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. Þórir ákvað að láta gott heita eftir nýliðið Evrópumót þar sem Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn og varð liðið einnig Ólympíumeistari í sumar. Ákvörðun Þóris var ekki léttvæg en hann stendur við hana. „Maður á örugglega, á einhverjum tímapunkti eftir að sjá eftir því, en þetta er ekkert eitthvað sem ég ákvað í flýti. Ég á erfitt með að sjá mig í þessari stöðu eftir fjögur ár á Ólympíuleikum,“ „Þannig að þetta var mjög góður tímapunktur að stoppa og gefa nýjum þjálfara og teymi þann tíma sem það þarf,“ segir Þórir. Þórir Hergeirsson hefur unnið til 17 verðlauna á 15 árum.Vísir/Sara Hann var verðlaunaður fyrir framgang sinn á nýliðnu ári en hann hlaut fálkaorðu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á nýársdag og var kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna um helgina. Þriðji þjálfarinn á 40 árum Óhætt er að segja að eftirmaður Þóris taki við góðu búi. En hver er eiginlega lykillinn að svo lygilegum árangri? „Þetta er auðvitað samfella varðandi þjálfara og teymi. Ég er þriðji þjálfarinn á einhverjum 40 árum,“ „Við vinnum mikla teymisvinnu sem gerir það að verkum að þú nærð út mjög mikilli kunnáttu frá öllum sem eru með. Við gerum það í gegnum teymisvinnu, og gegnum það sem við köllum involvering, að fá þær virkar með okkur í þessu,“ segir Þórir. Býr til heild sem er óháð duttlungum þjálfarans „Síðan er hluti af þessu líka að deila því sem maður kann með hinum og byggja það sem er kallað ægeskap, að þú eigir þetta verkefni sjálf og sjálfar. Það er miklu mikilvægara en eitthvað dæmi sem einhver þjálfari hefur fundið upp og aðrir eigi að fylgja og gera eins og hver og einn þjálfari á hverjum punkti segir,“ „Ef við náum að komast að góðum lausnum innan hópsins, þá skiptir eiginlega engu máli hver á hugmyndirnar. Þannig að við virkjum þær mjög mikið,“ segir Þórir. Um er að ræða brot af heildarviðtalinu við Þóri sem birtur var í Sportpakkanum. Viðtalið í heild þar sem Þórir gerir upp tímann með Noregi og lítur til framtíðar má nálgast í spilaranum af Besta sætinu. Einnig má nálgast viðtalið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM kvenna í handbolta 2024 Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þórir ákvað að láta gott heita eftir nýliðið Evrópumót þar sem Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn og varð liðið einnig Ólympíumeistari í sumar. Ákvörðun Þóris var ekki léttvæg en hann stendur við hana. „Maður á örugglega, á einhverjum tímapunkti eftir að sjá eftir því, en þetta er ekkert eitthvað sem ég ákvað í flýti. Ég á erfitt með að sjá mig í þessari stöðu eftir fjögur ár á Ólympíuleikum,“ „Þannig að þetta var mjög góður tímapunktur að stoppa og gefa nýjum þjálfara og teymi þann tíma sem það þarf,“ segir Þórir. Þórir Hergeirsson hefur unnið til 17 verðlauna á 15 árum.Vísir/Sara Hann var verðlaunaður fyrir framgang sinn á nýliðnu ári en hann hlaut fálkaorðu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á nýársdag og var kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna um helgina. Þriðji þjálfarinn á 40 árum Óhætt er að segja að eftirmaður Þóris taki við góðu búi. En hver er eiginlega lykillinn að svo lygilegum árangri? „Þetta er auðvitað samfella varðandi þjálfara og teymi. Ég er þriðji þjálfarinn á einhverjum 40 árum,“ „Við vinnum mikla teymisvinnu sem gerir það að verkum að þú nærð út mjög mikilli kunnáttu frá öllum sem eru með. Við gerum það í gegnum teymisvinnu, og gegnum það sem við köllum involvering, að fá þær virkar með okkur í þessu,“ segir Þórir. Býr til heild sem er óháð duttlungum þjálfarans „Síðan er hluti af þessu líka að deila því sem maður kann með hinum og byggja það sem er kallað ægeskap, að þú eigir þetta verkefni sjálf og sjálfar. Það er miklu mikilvægara en eitthvað dæmi sem einhver þjálfari hefur fundið upp og aðrir eigi að fylgja og gera eins og hver og einn þjálfari á hverjum punkti segir,“ „Ef við náum að komast að góðum lausnum innan hópsins, þá skiptir eiginlega engu máli hver á hugmyndirnar. Þannig að við virkjum þær mjög mikið,“ segir Þórir. Um er að ræða brot af heildarviðtalinu við Þóri sem birtur var í Sportpakkanum. Viðtalið í heild þar sem Þórir gerir upp tímann með Noregi og lítur til framtíðar má nálgast í spilaranum af Besta sætinu. Einnig má nálgast viðtalið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM kvenna í handbolta 2024 Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira