Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 9. janúar 2025 10:30 Stór hópur Íslendinga (skjáfíknisinnar) telur að skjáfíkn sé alvarlegur fíknisjúkdómur sem skapist af því að í hvert sinn sem við fáum verðlaun verði aukin dópamínframleiðsla í heila, dópamín veldur vellíðan og við verðum háð dópamíninu. Undir skjái falla snjallsímar, tölvur og sjónvarp og álíka tæki og það þarf að takmarka notkun þessara tækja til að börn verði ekki fíklar. Það er nokkuð augljóst að ef fólk telur skjáfíkn vera fíknisjúkdóm út frá fræðilegum forsendum en ekki trúarlegum (trúarlegar forsendur eru að fólk einfaldlega trúi því að skjáfíkn sé til þrátt fyrir vísindaleg rök) þá getur það svarað nokkrum einföldum spurningum. Ég er því með nokkrar einfaldar spurningar til skjáfíknisinna. 1. Hvað heitir þessi fíknisjúkdómur á ensku? Það er alls ekki ljóst um hvað fólk er að tala um þegar það notar þetta heiti „skjáfíkn“. Það er nauðsynlegt að vita enska heitið til að hægt sé að leita að fræðilegum upplýsingum um þennan fíknisjúkdóm og vita hvaða fræðigreinar fjalla um skjáfíkn og hverjar ekki. 2. Hver eru greiningarskilmerki skjáfíknar? Til að greina sjúkdóm þarf að vita nákvæmlega hvaða skilyrði sjúklingurinn þarf að uppfylla til að teljast með viðkomandi sjúkdóm. Hver eru þessi skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast með skjáfíkn? Ef skjáfíkn er yfirheiti yfir marga fíknisjúkdóma að ræða þarf að koma fram yfir hvaða fíknsjúkdóma þetta yfirheiti nær og hver greiningarskilmerki þeirra eru. Ef við vitum ekki hvað er verið að tala um með skjáfíkn þá er ekki hægt að ræða skjáfíkn fræðilega og þar með er enginn vísindalegur grundvöllur fyrir skjáfíkn. 3. Af hverju hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki samþykkt þessi greiningarskilmerki skjáfíknar og af hverju eru röksemdir hennar fyrir því að taka ekki upp skjáfíkn og aðrar svipaðar fíknigreiningar rangar? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ekki samþykkt skjáfíkn sem fíknisjúkdóm og þegar Gaming Disorder var bætt í greiningarkerfi þeirra útskýrði hún af hverju öðrum meintum fíknigreiningum var hafnað, af hverju greiningarskilyrði Gaming Disorder voru höfð eins og þau eru og benti á galla í mörgum tillögum að hegðunarfíknarskilgreiningum. Skjáfíknisinnar verða því að hrekja þær röksemdir. Þessum fræðilegu forsendum er nokkuð vel lýst í Tokyo-skýrslunni (1) en það þarf helst að lesa fræðigreinarnar sem eru í skýrslunni til að ná þokkalegum skilningi. Einhverjir munu eflaust benda á að þekkingu hafi fleygt fram á nokkrum árum og að greiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sé úrelt. Sú röksemd gengur ekki. Greiningarkerfið getur tekið við nýjum greiningum. Í ICD-10 var tekinn frá U-kóði til að hægt væri að bregðast í skyndi við hverju því sem kæmi skyndilega upp og slíkt er líka mögulegt í ICD-11. U-kóðinn í ICD-10 hefur í gegnum árin verið notaður undir dauðföll vegna hryðjuverka (í kjölfar 9/11), SARS, Zika-vírus, ýmsar greiningar varðandi Covid-19 og lungnaskemmdir af veipnotkun. Nýjum greiningum er svo síðar komið fyrir á réttum stað í greiningarkerfinu. Þannig að það er ekkert sem hamlar því að nýjar fíknigreiningar séu teknar upp í skyndi komi upp skyndilegur fíknisjúkdómur sem stenst fræðilegar forsendur. Ef forsendur fyrir skjáfíkn eru traustar, af hverju setur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki þá greiningu inn í kerfi sitt? 4. Er það sannað að síendurtekin vellíðan eftir ákveðið athæfi valdi fíkn í það athæfi? Kenning skjáfíknisinna er að ef við fáum alltaf vellíðan/verðlaun eftir ákveðið athæfi þá verðum við fíklar í það athæfi. Ég verð að spyrja í sakleysi mínu sem einhleyp kona til langs tíma: Ef fólk fær oft fullnægingu í kynlífi verður það sjálfkrafa kynlífsfíklar? Erum við þá með svona svakalega mikið af kynlífsfíklum eða er kynlíf fólks bara almennt lélegt? Ég spyr einnig út frá lýðheilsusjónarmiðum: Þarf þá að vara fólk við samböndum þar sem fullnæging er algeng til koma í veg fyrir að fólk verði kynlífsfíklar? 5. Af hverju er núverandi besta vísindalega vitneskja um dópamínframleiðslu röng? Flestir sérfræðingar á sviði dópamíns telja að það orsaki ekki vellíðan. Það hefur verið sýnt fram á það með því að gera dópamínframleiðslu í músum óvirka. Þær geta samt sem áður fundið til vellíðanar við að fá góðan mat. Það er talið að dópamín tengist því að eiga von á verðlaunum og talið er að dópamínframleiðsla sé meiri ef það er óvissa um verðlaun (2). Fullyrðingar um að dópamín sé efni sem veldur vellíðan eru því ekki í samræmi við bestu núverandi þekkingu. Af hverju er núverandi þekking vísindamanna röng og hvernig hrekja skjáfíknisinnar núverandi þekkingu? 6. Sé það svo að dópamín valdi vellíðan og við verðum fíklar af því að fá of oft verðlaun, af hverju eru spilafíklar til? Spilafíklar tapa miklu, miklu oftar en þeir vinna. Þeir ættu því ekki að vera fíklar því þeir fá bara dópamín þegar þeir vinna samkvæmt þessari kenningu skjáfíknisinna. Er spilafíkn, sem er viðurkenndur sjúkdómur, þá ekki sjúkdómur? Þurfum við að leggja spilafíkn niður sem sjúkdóm? Ef þess er ekki þörf, af hverju er þess ekki þörf? Ef spilafíklar eru það viðkvæmir fyrir dópamíni að þeir þurfi aðeins dópamín endrum og eins til að verða fíklar, eru þeir þá allir kynlífsfíklar líka? Eða glíma þeir almennt við fullnægingarvanda? 7. Ef skrun á samfélagsmiðlum er af sama meiði og spilafíkn og byggir á dópamínframleiðslu vegna óvissu um verðlaun, en ekki á því að fá stanslaust verðlaun, af hverju veldur það skjáfíkn að horfa á sjónvarp? Ef skjáfíknisinnar vilja frekar halla sér að núverandi dópamínkenningum þá er samt vandamál með skjáfíknikenninguna. Sjónvarpsáhorf felur ekki í sér óviss verðlaun (ef sjónvarpsþáttur er á dagskrá þá er hann á dagskrá – engin óvissa þar) en áhorf á sjónvarp á samkvæmt skjáfíknisinnum að geta verið hluti af skjáfíkn. Ef óvissa um verðlaun er hluti af því að hegðunarfíkn myndast (sbr. núverandi kenningar um spilafíkn), af hverju er sjónvarpsáhorf ávanabindandi? 8. Hvar eru skjáfíklarnir frá síðustu öld? Á síðustu öld komu fram sjónvarp og myndbandstæki. Skjáfíkn felur í sér að það eitt að horfa á efni á skjá getur valdið fíkn. Nú var mikið horft á myndbönd á síðustu öld og börn jafnt sem fullorðnir gerðu það. Það er ljóst að sé skjáfíknikenningin rétt hefðu margir einstaklingar átt að þróa með sér skjáfíkn á þessum tíma. Lækning við skjáfíkn er ekki til og því má ætla að þessir einstaklingar séu komnir í mjög alvarlega fíkn hér á landi. En hvar eru þeir? Á fíknideildum? Heimilislausir á götunni? Ef þessir fíklar eru ekki til af hverju megum við ætla að áhorf á sjónvarp og myndir á skjá á þessari öld valdi skjáfíkn, en ekki á síðustu öld? 9. Hvar eru fullorðnu skjá- og samfélagsmiðlafíklarnir og mega þeir sinna ábyrgðarstörfum? Sumir telja að margir fullorðnir Íslendingar séu með skjáfíkn, samfélagsmiðlafíkn eða álíka fíknisjúkdóma. Yfirlæknir Bugl sagði nýlega í viðtali að „Safngreiningar sýna að 7,5% fullorðinna á heimsvísu eru haldin fíkn í samfélagsmiðla“ (3). Nú veit ég ekki hvort samfélagsmiðlafíkn sé hluti af skjáfíkn eða aðskilinn fíknisjúkdómur en samkvæmt þessu þá megum við ætla að þrettándi hver fullorðinn einstaklingur á landinu sé virkur fíkill. Það er svolítið skrítin forgangsröðun að einblína á skjáfíkn barna en vera sama um það hvort fólkið sem sinnir börnum sé samfélagsmiðlafíklar og hvort fíknisjúkdómur þess gæti stuðlað að mistökum í starfi og valdið andláti eða öðrum skaða barnanna. Á hvaða forsendum er heilbrigðisstarfsmönnum í virkri skjá- og samfélagsmiðlafíkn leyft að starfa? Hér er ekki hægt að svara því til að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telji hvorki skjáfíkn og samfélagsmiðlafíkn fíknisjúkdóm. Röksemdarfærsla skjáfíknisinna er að hér sé um alvarlegan fíknisjúkdóm að ræða þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi ekki viðurkennt þessa fíknisjúkdóma. Ef um alvarlegan fíknisjúkdóm er að ræða þá verður að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn og aðrar stéttir sem bera ábyrgð á lífi fólks (t.d. bílstjórar, lögreglumenn og starfsmenn Bugl) séu að vinna í virkri fíkn eða fráhvörfum. Það er ekki nóg að leggja samfélagsmiðla og síma frá sér í vinnunni því þá koma væntanlega fráhvörf til sögunnar. Svo er það heilbrigð skynsemi að veikt fólk á helst ekki að vinna ef veikindin skerða á einhvern hátt dómgreind sem þarf að nota í starfi. Ef það er í góðu lagi að virkir skjá- og samfélagsmiðlafíklar vinni í heilbrigðisgeiranum annað hvort í fíkn eða fráhvörfum eða bæði, hvernig er hægt að telja þessa meintu fíknisjúkdóma alvarlega fíknisjúkdóma? Eflaust er hægt að spyrja fleiri spurninga en þessum ætti að vera snöggsvarað ef vísindalegar forsendur liggja að baki skjáfíkn. Það er hins vegar trúfrelsi á landinu þannig að hver sem er má trúa hverju sem er. Það má meira að segja trúa því að trú manns sé vísindaleg. Ekki ætla ég að gagnrýna trúarhreyfingar. Vísindaleg aðferð byggir hins vegar á því að geta svarað spurningum og reyna að leita svara við spurningum. Ef eitthvað stemmir ekki við kenningar eða tilgátur þá þarf einfaldlega að finna skýringar á því án þess að móðgast. Það má vel vera að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sé úti í móa og skjáfíkn sé vel skilgreindur, óumdeildur og vel rannsakaður fíknisjúkdómur þrátt fyrir að ég finni engar vísbendingar um það - en ég er reyndar ekki með enskt heiti þessa fíknisjúkdóms. Það skutlar þá einhver inn svörum við spurningum mínum og ég verð fróðari og þakklát fyrir fræðsluna. En það þýðir ekki að drepa málinu á dreif og svara ekki spurningunum. Það samræmist ekki heiðarlegum vísindalegum vinnubrögðum. Í lokin ef svarið við þessum spurningum er: „En ég meinti sko ekki svona alvöru fíknisjúkdóm, heldur bara mikla notkun“ þá er svar mitt: „Kallaðu ekki ofnotkun fíkn og talaðu ekki um börn sem fíkla nema þau raunverulega séu það. Fíknisjúkdómar eru ekki létt kvef heldur lífshættulegir sjúkdómar með háa dánartíðni. Við getum ofnotað allt en fæst okkar missa vinnu, fjölskyldu og lífið út af ofnotkun einhvers. Gerum ekki lítið úr alvarleika viðurkenndra fíknisjúkdóma!“ Höfundur er sálfræðingur og virkur rökhugsunarfíkill. Það er víst fíknisjúkdómur! Af því að ég segi það! Og það er enginn að reyna að svipta mig starfsleyfi út af því - merkilegt nokk. 1 Sjá skýrsluna Public Health Implications of Excessive Use of the Internet, Computers, Smartphones and Similar Electronic Devices á https://www.who.int/publications/i/item/9789241509367 eða beinan link á https://iris.who.int/bitstream/handle/10665/184264/9789241509367_eng.pdf?sequence=1 2 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664. 3 Sjá https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/10/einmanaleiki-barna-hefur-tvofaldast-a-aratug Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Stór hópur Íslendinga (skjáfíknisinnar) telur að skjáfíkn sé alvarlegur fíknisjúkdómur sem skapist af því að í hvert sinn sem við fáum verðlaun verði aukin dópamínframleiðsla í heila, dópamín veldur vellíðan og við verðum háð dópamíninu. Undir skjái falla snjallsímar, tölvur og sjónvarp og álíka tæki og það þarf að takmarka notkun þessara tækja til að börn verði ekki fíklar. Það er nokkuð augljóst að ef fólk telur skjáfíkn vera fíknisjúkdóm út frá fræðilegum forsendum en ekki trúarlegum (trúarlegar forsendur eru að fólk einfaldlega trúi því að skjáfíkn sé til þrátt fyrir vísindaleg rök) þá getur það svarað nokkrum einföldum spurningum. Ég er því með nokkrar einfaldar spurningar til skjáfíknisinna. 1. Hvað heitir þessi fíknisjúkdómur á ensku? Það er alls ekki ljóst um hvað fólk er að tala um þegar það notar þetta heiti „skjáfíkn“. Það er nauðsynlegt að vita enska heitið til að hægt sé að leita að fræðilegum upplýsingum um þennan fíknisjúkdóm og vita hvaða fræðigreinar fjalla um skjáfíkn og hverjar ekki. 2. Hver eru greiningarskilmerki skjáfíknar? Til að greina sjúkdóm þarf að vita nákvæmlega hvaða skilyrði sjúklingurinn þarf að uppfylla til að teljast með viðkomandi sjúkdóm. Hver eru þessi skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast með skjáfíkn? Ef skjáfíkn er yfirheiti yfir marga fíknisjúkdóma að ræða þarf að koma fram yfir hvaða fíknsjúkdóma þetta yfirheiti nær og hver greiningarskilmerki þeirra eru. Ef við vitum ekki hvað er verið að tala um með skjáfíkn þá er ekki hægt að ræða skjáfíkn fræðilega og þar með er enginn vísindalegur grundvöllur fyrir skjáfíkn. 3. Af hverju hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki samþykkt þessi greiningarskilmerki skjáfíknar og af hverju eru röksemdir hennar fyrir því að taka ekki upp skjáfíkn og aðrar svipaðar fíknigreiningar rangar? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ekki samþykkt skjáfíkn sem fíknisjúkdóm og þegar Gaming Disorder var bætt í greiningarkerfi þeirra útskýrði hún af hverju öðrum meintum fíknigreiningum var hafnað, af hverju greiningarskilyrði Gaming Disorder voru höfð eins og þau eru og benti á galla í mörgum tillögum að hegðunarfíknarskilgreiningum. Skjáfíknisinnar verða því að hrekja þær röksemdir. Þessum fræðilegu forsendum er nokkuð vel lýst í Tokyo-skýrslunni (1) en það þarf helst að lesa fræðigreinarnar sem eru í skýrslunni til að ná þokkalegum skilningi. Einhverjir munu eflaust benda á að þekkingu hafi fleygt fram á nokkrum árum og að greiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sé úrelt. Sú röksemd gengur ekki. Greiningarkerfið getur tekið við nýjum greiningum. Í ICD-10 var tekinn frá U-kóði til að hægt væri að bregðast í skyndi við hverju því sem kæmi skyndilega upp og slíkt er líka mögulegt í ICD-11. U-kóðinn í ICD-10 hefur í gegnum árin verið notaður undir dauðföll vegna hryðjuverka (í kjölfar 9/11), SARS, Zika-vírus, ýmsar greiningar varðandi Covid-19 og lungnaskemmdir af veipnotkun. Nýjum greiningum er svo síðar komið fyrir á réttum stað í greiningarkerfinu. Þannig að það er ekkert sem hamlar því að nýjar fíknigreiningar séu teknar upp í skyndi komi upp skyndilegur fíknisjúkdómur sem stenst fræðilegar forsendur. Ef forsendur fyrir skjáfíkn eru traustar, af hverju setur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki þá greiningu inn í kerfi sitt? 4. Er það sannað að síendurtekin vellíðan eftir ákveðið athæfi valdi fíkn í það athæfi? Kenning skjáfíknisinna er að ef við fáum alltaf vellíðan/verðlaun eftir ákveðið athæfi þá verðum við fíklar í það athæfi. Ég verð að spyrja í sakleysi mínu sem einhleyp kona til langs tíma: Ef fólk fær oft fullnægingu í kynlífi verður það sjálfkrafa kynlífsfíklar? Erum við þá með svona svakalega mikið af kynlífsfíklum eða er kynlíf fólks bara almennt lélegt? Ég spyr einnig út frá lýðheilsusjónarmiðum: Þarf þá að vara fólk við samböndum þar sem fullnæging er algeng til koma í veg fyrir að fólk verði kynlífsfíklar? 5. Af hverju er núverandi besta vísindalega vitneskja um dópamínframleiðslu röng? Flestir sérfræðingar á sviði dópamíns telja að það orsaki ekki vellíðan. Það hefur verið sýnt fram á það með því að gera dópamínframleiðslu í músum óvirka. Þær geta samt sem áður fundið til vellíðanar við að fá góðan mat. Það er talið að dópamín tengist því að eiga von á verðlaunum og talið er að dópamínframleiðsla sé meiri ef það er óvissa um verðlaun (2). Fullyrðingar um að dópamín sé efni sem veldur vellíðan eru því ekki í samræmi við bestu núverandi þekkingu. Af hverju er núverandi þekking vísindamanna röng og hvernig hrekja skjáfíknisinnar núverandi þekkingu? 6. Sé það svo að dópamín valdi vellíðan og við verðum fíklar af því að fá of oft verðlaun, af hverju eru spilafíklar til? Spilafíklar tapa miklu, miklu oftar en þeir vinna. Þeir ættu því ekki að vera fíklar því þeir fá bara dópamín þegar þeir vinna samkvæmt þessari kenningu skjáfíknisinna. Er spilafíkn, sem er viðurkenndur sjúkdómur, þá ekki sjúkdómur? Þurfum við að leggja spilafíkn niður sem sjúkdóm? Ef þess er ekki þörf, af hverju er þess ekki þörf? Ef spilafíklar eru það viðkvæmir fyrir dópamíni að þeir þurfi aðeins dópamín endrum og eins til að verða fíklar, eru þeir þá allir kynlífsfíklar líka? Eða glíma þeir almennt við fullnægingarvanda? 7. Ef skrun á samfélagsmiðlum er af sama meiði og spilafíkn og byggir á dópamínframleiðslu vegna óvissu um verðlaun, en ekki á því að fá stanslaust verðlaun, af hverju veldur það skjáfíkn að horfa á sjónvarp? Ef skjáfíknisinnar vilja frekar halla sér að núverandi dópamínkenningum þá er samt vandamál með skjáfíknikenninguna. Sjónvarpsáhorf felur ekki í sér óviss verðlaun (ef sjónvarpsþáttur er á dagskrá þá er hann á dagskrá – engin óvissa þar) en áhorf á sjónvarp á samkvæmt skjáfíknisinnum að geta verið hluti af skjáfíkn. Ef óvissa um verðlaun er hluti af því að hegðunarfíkn myndast (sbr. núverandi kenningar um spilafíkn), af hverju er sjónvarpsáhorf ávanabindandi? 8. Hvar eru skjáfíklarnir frá síðustu öld? Á síðustu öld komu fram sjónvarp og myndbandstæki. Skjáfíkn felur í sér að það eitt að horfa á efni á skjá getur valdið fíkn. Nú var mikið horft á myndbönd á síðustu öld og börn jafnt sem fullorðnir gerðu það. Það er ljóst að sé skjáfíknikenningin rétt hefðu margir einstaklingar átt að þróa með sér skjáfíkn á þessum tíma. Lækning við skjáfíkn er ekki til og því má ætla að þessir einstaklingar séu komnir í mjög alvarlega fíkn hér á landi. En hvar eru þeir? Á fíknideildum? Heimilislausir á götunni? Ef þessir fíklar eru ekki til af hverju megum við ætla að áhorf á sjónvarp og myndir á skjá á þessari öld valdi skjáfíkn, en ekki á síðustu öld? 9. Hvar eru fullorðnu skjá- og samfélagsmiðlafíklarnir og mega þeir sinna ábyrgðarstörfum? Sumir telja að margir fullorðnir Íslendingar séu með skjáfíkn, samfélagsmiðlafíkn eða álíka fíknisjúkdóma. Yfirlæknir Bugl sagði nýlega í viðtali að „Safngreiningar sýna að 7,5% fullorðinna á heimsvísu eru haldin fíkn í samfélagsmiðla“ (3). Nú veit ég ekki hvort samfélagsmiðlafíkn sé hluti af skjáfíkn eða aðskilinn fíknisjúkdómur en samkvæmt þessu þá megum við ætla að þrettándi hver fullorðinn einstaklingur á landinu sé virkur fíkill. Það er svolítið skrítin forgangsröðun að einblína á skjáfíkn barna en vera sama um það hvort fólkið sem sinnir börnum sé samfélagsmiðlafíklar og hvort fíknisjúkdómur þess gæti stuðlað að mistökum í starfi og valdið andláti eða öðrum skaða barnanna. Á hvaða forsendum er heilbrigðisstarfsmönnum í virkri skjá- og samfélagsmiðlafíkn leyft að starfa? Hér er ekki hægt að svara því til að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telji hvorki skjáfíkn og samfélagsmiðlafíkn fíknisjúkdóm. Röksemdarfærsla skjáfíknisinna er að hér sé um alvarlegan fíknisjúkdóm að ræða þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi ekki viðurkennt þessa fíknisjúkdóma. Ef um alvarlegan fíknisjúkdóm er að ræða þá verður að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn og aðrar stéttir sem bera ábyrgð á lífi fólks (t.d. bílstjórar, lögreglumenn og starfsmenn Bugl) séu að vinna í virkri fíkn eða fráhvörfum. Það er ekki nóg að leggja samfélagsmiðla og síma frá sér í vinnunni því þá koma væntanlega fráhvörf til sögunnar. Svo er það heilbrigð skynsemi að veikt fólk á helst ekki að vinna ef veikindin skerða á einhvern hátt dómgreind sem þarf að nota í starfi. Ef það er í góðu lagi að virkir skjá- og samfélagsmiðlafíklar vinni í heilbrigðisgeiranum annað hvort í fíkn eða fráhvörfum eða bæði, hvernig er hægt að telja þessa meintu fíknisjúkdóma alvarlega fíknisjúkdóma? Eflaust er hægt að spyrja fleiri spurninga en þessum ætti að vera snöggsvarað ef vísindalegar forsendur liggja að baki skjáfíkn. Það er hins vegar trúfrelsi á landinu þannig að hver sem er má trúa hverju sem er. Það má meira að segja trúa því að trú manns sé vísindaleg. Ekki ætla ég að gagnrýna trúarhreyfingar. Vísindaleg aðferð byggir hins vegar á því að geta svarað spurningum og reyna að leita svara við spurningum. Ef eitthvað stemmir ekki við kenningar eða tilgátur þá þarf einfaldlega að finna skýringar á því án þess að móðgast. Það má vel vera að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sé úti í móa og skjáfíkn sé vel skilgreindur, óumdeildur og vel rannsakaður fíknisjúkdómur þrátt fyrir að ég finni engar vísbendingar um það - en ég er reyndar ekki með enskt heiti þessa fíknisjúkdóms. Það skutlar þá einhver inn svörum við spurningum mínum og ég verð fróðari og þakklát fyrir fræðsluna. En það þýðir ekki að drepa málinu á dreif og svara ekki spurningunum. Það samræmist ekki heiðarlegum vísindalegum vinnubrögðum. Í lokin ef svarið við þessum spurningum er: „En ég meinti sko ekki svona alvöru fíknisjúkdóm, heldur bara mikla notkun“ þá er svar mitt: „Kallaðu ekki ofnotkun fíkn og talaðu ekki um börn sem fíkla nema þau raunverulega séu það. Fíknisjúkdómar eru ekki létt kvef heldur lífshættulegir sjúkdómar með háa dánartíðni. Við getum ofnotað allt en fæst okkar missa vinnu, fjölskyldu og lífið út af ofnotkun einhvers. Gerum ekki lítið úr alvarleika viðurkenndra fíknisjúkdóma!“ Höfundur er sálfræðingur og virkur rökhugsunarfíkill. Það er víst fíknisjúkdómur! Af því að ég segi það! Og það er enginn að reyna að svipta mig starfsleyfi út af því - merkilegt nokk. 1 Sjá skýrsluna Public Health Implications of Excessive Use of the Internet, Computers, Smartphones and Similar Electronic Devices á https://www.who.int/publications/i/item/9789241509367 eða beinan link á https://iris.who.int/bitstream/handle/10665/184264/9789241509367_eng.pdf?sequence=1 2 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664. 3 Sjá https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/10/einmanaleiki-barna-hefur-tvofaldast-a-aratug
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun