Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 14:00 Ljóst er að þrýst er á árangur hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum á HM, þar sem Króatía er á heimavelli. EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar). HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar).
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni