Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 14:53 Par skoðar rústir húss þeirra. AP/Ethan Swope Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33