Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:01 Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarðabyggð Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun