Óvæntur glaðningur í veggjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 14:20 Daníel og Aðalsteina hafa gert mikið í húsinu og fundið ýmislegt í veggjunum. Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. „Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira