„Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Hinrik Wöhler skrifar 12. janúar 2025 19:40 Sonja Lind Sigsteinsdóttir (t.v.) og Rut Jónsdóttir (t.h) fögnuðu sigri í dag. Vísir/Anton Brink Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira