„Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Hinrik Wöhler skrifar 12. janúar 2025 19:40 Sonja Lind Sigsteinsdóttir (t.v.) og Rut Jónsdóttir (t.h) fögnuðu sigri í dag. Vísir/Anton Brink Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira