„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:33 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er jafnan líflegur á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds. Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira
Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira