„Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 21:03 Djokovic og nýi þjálfari hans. Vísir/Getty Images Novak Djokovic er mættur í aðra umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Serbinn gæti ekki verið ánægðari með að hinn skoski Andy Murray sé þjálfari hans sem stendur. Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð. Tennis Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð.
Tennis Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira