Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 23:31 Khabib er ósigraður í UFC-búrinu. Anton Novoderezhkin/Getty Images Bardagakappinn Khabib Nurmagomedov var er ekki par sáttur með flugfélagið Frontier Airlines en honum var vísað úr flugvél félagsins sem var á leið frá Las Vegas til San Francisco. Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni. MMA Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni.
MMA Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira