Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 23:31 Khabib er ósigraður í UFC-búrinu. Anton Novoderezhkin/Getty Images Bardagakappinn Khabib Nurmagomedov var er ekki par sáttur með flugfélagið Frontier Airlines en honum var vísað úr flugvél félagsins sem var á leið frá Las Vegas til San Francisco. Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni. MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni.
MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira