Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 14:57 Lögregluþjónar og öryggisverðir við op að gullnámunni. Fleiri en fimm hundruð menn eru sagðir vera enn þar niðri. AP/Denis Farrell Að minnsta kosti hundrað menn eru látnir úr hungri og vökvaskorti ofan í ólöglegri gullnámu í Suður-Afríku. Lögregluþjónar hafa setið um námuna um langt skeið og hafa mennirnir ofan í henni ekki haft aðgang að matvælum eða vatni frá því í nóvember. Frá því umsátrið hófst í nóvember hafa fjölmargir menn komið upp úr námunni og verið handteknir. Leiðtogar hjálparsamtaka sem reynt hafa að aðstoða mennina í námunni segja að þar séu enn rúmlega fimm hundruð menn. Að minnsta kosti hundrað eru sagðir hafa dáið ofan í námunni og voru lík átján þeirra sótt um og eftir helgi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögreglan segir mennina hafa neitað að koma út úr námunni en áðurnefndir leiðtogar hjálparsamtaka segja lögregluna hafa fjarlægt reipi sem mennirnir notuðu til að komast inn í námuna og úr henni. Menn sem handteknir voru þegar þeir komu upp úr námunni í Stilfontein í morgun.AP/Themba Hadebe Þá unnu samtökin dómsmál gegn lögreglunni í desember um að lögreglan mætti ekki koma í veg fyrir að mennirnir fengu mat og vatn. Óljóst er hve mikið af matvælum þeir hafa fengið síðan þá. Fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar á svæðinu að enn sé verið að staðfesta hve mörg lík hafi fundist og hve margir hafi gefið sig fram við lögreglu. Vonast sé til þess að hægt sé að binda enda á umsátrið Sjá einnig: Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir. Suður-Afríka Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Frá því umsátrið hófst í nóvember hafa fjölmargir menn komið upp úr námunni og verið handteknir. Leiðtogar hjálparsamtaka sem reynt hafa að aðstoða mennina í námunni segja að þar séu enn rúmlega fimm hundruð menn. Að minnsta kosti hundrað eru sagðir hafa dáið ofan í námunni og voru lík átján þeirra sótt um og eftir helgi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögreglan segir mennina hafa neitað að koma út úr námunni en áðurnefndir leiðtogar hjálparsamtaka segja lögregluna hafa fjarlægt reipi sem mennirnir notuðu til að komast inn í námuna og úr henni. Menn sem handteknir voru þegar þeir komu upp úr námunni í Stilfontein í morgun.AP/Themba Hadebe Þá unnu samtökin dómsmál gegn lögreglunni í desember um að lögreglan mætti ekki koma í veg fyrir að mennirnir fengu mat og vatn. Óljóst er hve mikið af matvælum þeir hafa fengið síðan þá. Fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar á svæðinu að enn sé verið að staðfesta hve mörg lík hafi fundist og hve margir hafi gefið sig fram við lögreglu. Vonast sé til þess að hægt sé að binda enda á umsátrið Sjá einnig: Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir.
Suður-Afríka Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira