Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:34 Emma Alessandra og fjölskylda hennar fer úr landi að öllu óbreyttu fyrir helgi. AÐSEND Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“ Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“
Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira