Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 16:10 Emma Alessandra fer í nauðsynlega aðgerð þann 10. febrúar til að losna við málmplötu sem fest var við mjöðm hennar vegna mjaðmaliðhlaups. Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. Hún hafði farið, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Fjarlægja átti málmplötuna í aðgerð 10. febrúar næstkomandi en horfði fram á að vera vísað úr landi áður en hún kæmist í hana. Fjölskyldan hafði sýnt samstarfsvilja og sótt um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um að fá að fresta heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Útlendingastofnun féllst ekki á það og var beiðninni hafnað endanlega í gær, 14. janúar. Beiðni um frestun samþykkt Nú degi síðar hefur orðið vending í málinu, fjölskyldunni barst bréf upp úr 15 í dag þess efnis að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Beiðni um frestunina er samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs. Emma glímir við mjaðmaliðhlaup og þarf að fara í tvær aðgerðir vegna þess. „Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum „Þau vísa í þetta vottorð þannig það skiptir greinilega máli,“ segir hann. Er einhver dagsetning á brottvísuninni? „Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því,“ segir Jón spurður út í næstu skref í málinu. Venesúela Innflytjendamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. Hún hafði farið, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Fjarlægja átti málmplötuna í aðgerð 10. febrúar næstkomandi en horfði fram á að vera vísað úr landi áður en hún kæmist í hana. Fjölskyldan hafði sýnt samstarfsvilja og sótt um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um að fá að fresta heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Útlendingastofnun féllst ekki á það og var beiðninni hafnað endanlega í gær, 14. janúar. Beiðni um frestun samþykkt Nú degi síðar hefur orðið vending í málinu, fjölskyldunni barst bréf upp úr 15 í dag þess efnis að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Beiðni um frestunina er samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs. Emma glímir við mjaðmaliðhlaup og þarf að fara í tvær aðgerðir vegna þess. „Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum „Þau vísa í þetta vottorð þannig það skiptir greinilega máli,“ segir hann. Er einhver dagsetning á brottvísuninni? „Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því,“ segir Jón spurður út í næstu skref í málinu.
Venesúela Innflytjendamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira