Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 15:41 Frá útibúi TikTok í Kaliforníu. AP/Damian Dovarganes Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. Yfirvöld í Kína hafa einnig sagst mótfallin því að TikTok verði selt. Donald Trump hefur þó ekki gefið upp hvort hann muni framfylgja banninu og segir að það muni verða ljóst á næstu dögum. Vörðust á grunni málfrelsis Eigendur TikTok, ByteDance, höfðu haldið því fram að lögin væru ólögleg á grunni ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi en allir níu dómarar Hæstaréttar voru ósammála því. Ákvörðunin gæti markað endalok samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum en það er þó ekki fullvíst. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok en forritið mun ekki hverfa úr símum þessa fólks á sunnudaginn en nýir notendur geta ekki sótt það og það verður ekki uppfært. Að endingu er búist við því að forritið verði ónothæft í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Biden hefur nú sagt að hann muni ekki framfylgja lögunum á sunnudaginn, sem er hans síðasti dagur í embætti forseta. Ákvörðunin verður því á höndum Donalds Trump. Heldur spilunum þétt að sér Hann studdi upprunalega það að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur í fyrra, nokkrum dögum eftir að íhaldssami auðjöfurinn Jeff Yass heimsótti hann í Flórída. Yass var þá hluthafi í TikTok. Sjá einnig: Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Trump hefur þar að auki notið töluverðra vinsælda á TikTok en þar á hann um 14,7 milljónir fylgjenda. Þegar fréttakona CNN náði af honum tali skömmu eftir að úrskurður Hæstaréttar var birtur sagði Trump að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. Hann sagði ekki hver sú ákvörðun yrði. Lögin segja til um að hægt sé að fresta framfylgd þeirra í níutíu daga. Samkvæmt lögunum yrði því ákvæði þó að vera beitt áður en bannið tekur gildi á sunnudaginn en það getur Trump ekki gert því hann tekur ekki embætti fyrr en á mánudag. Ræddi við Xi um TikTok Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur sagði Trump frá því að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, og að TikTok hefði verið meðal umræðuefna. Hann sagði símtalið hafa verið mjög jákvætt og býst hann við því að hann og Xi muni „leysa mörg vandamál“ saman. Í kjölfarið birti hann svo færslu á Truth Social þar sem hann sagði alla þurfa að fylgja úrskurði Hæstaréttar. Ákvörðun hans muni liggja fyrir á næstunni en hann þurfi tíma til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt frétt New York Times kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi afhent dómurum leynilegar upplýsingar um samfélagsmiðilinn en að þær hafi ekki verið notaðar. Neil Gorsuch, skrifaði í úrskurðinn að hann væri ánægður með að gögnin hafi ekki verið notuð. Það væri ekki eðlilegt að nota leynilegar upplýsingar við mál sem þessi, þar sem lögmenn TikTok þyrftu að fá að bregðast við málflutningi yfirvalda. Bandaríkin Kína TikTok Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10 TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14 Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa einnig sagst mótfallin því að TikTok verði selt. Donald Trump hefur þó ekki gefið upp hvort hann muni framfylgja banninu og segir að það muni verða ljóst á næstu dögum. Vörðust á grunni málfrelsis Eigendur TikTok, ByteDance, höfðu haldið því fram að lögin væru ólögleg á grunni ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi en allir níu dómarar Hæstaréttar voru ósammála því. Ákvörðunin gæti markað endalok samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum en það er þó ekki fullvíst. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok en forritið mun ekki hverfa úr símum þessa fólks á sunnudaginn en nýir notendur geta ekki sótt það og það verður ekki uppfært. Að endingu er búist við því að forritið verði ónothæft í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Biden hefur nú sagt að hann muni ekki framfylgja lögunum á sunnudaginn, sem er hans síðasti dagur í embætti forseta. Ákvörðunin verður því á höndum Donalds Trump. Heldur spilunum þétt að sér Hann studdi upprunalega það að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur í fyrra, nokkrum dögum eftir að íhaldssami auðjöfurinn Jeff Yass heimsótti hann í Flórída. Yass var þá hluthafi í TikTok. Sjá einnig: Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Trump hefur þar að auki notið töluverðra vinsælda á TikTok en þar á hann um 14,7 milljónir fylgjenda. Þegar fréttakona CNN náði af honum tali skömmu eftir að úrskurður Hæstaréttar var birtur sagði Trump að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. Hann sagði ekki hver sú ákvörðun yrði. Lögin segja til um að hægt sé að fresta framfylgd þeirra í níutíu daga. Samkvæmt lögunum yrði því ákvæði þó að vera beitt áður en bannið tekur gildi á sunnudaginn en það getur Trump ekki gert því hann tekur ekki embætti fyrr en á mánudag. Ræddi við Xi um TikTok Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur sagði Trump frá því að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, og að TikTok hefði verið meðal umræðuefna. Hann sagði símtalið hafa verið mjög jákvætt og býst hann við því að hann og Xi muni „leysa mörg vandamál“ saman. Í kjölfarið birti hann svo færslu á Truth Social þar sem hann sagði alla þurfa að fylgja úrskurði Hæstaréttar. Ákvörðun hans muni liggja fyrir á næstunni en hann þurfi tíma til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt frétt New York Times kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi afhent dómurum leynilegar upplýsingar um samfélagsmiðilinn en að þær hafi ekki verið notaðar. Neil Gorsuch, skrifaði í úrskurðinn að hann væri ánægður með að gögnin hafi ekki verið notuð. Það væri ekki eðlilegt að nota leynilegar upplýsingar við mál sem þessi, þar sem lögmenn TikTok þyrftu að fá að bregðast við málflutningi yfirvalda.
Bandaríkin Kína TikTok Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10 TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14 Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10
TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14
Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41