Sport

Lofar því að fá sér kengúru húð­flúr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Alcaraz er einn besti tennisspilari heims og líklegur til afreka á Opna ástrálska meistaramótinu í tennis í ár.
Carlos Alcaraz er einn besti tennisspilari heims og líklegur til afreka á Opna ástrálska meistaramótinu í tennis í ár. Getty/Shi Tang

Spænski tenniskappinn Carlos Alcaraz er bara sigri á einu móti frá því að vinna öll risamótin í tennis. Hann getur bætt úr því í þessum mánuði.

Alcaraz hefur unnið opna franska meistaramótið, Wimbledon-mótið og opna bandaríska meistaramótið en á eftir að vinna í Ástralíu. Lengst hefur hann náð í átta manna úrslit á opna ástralska sem gerist í fyrra.

Hann tryggði sér sæti í fjórðu umferðinni á opna ástralska meistaramótinu í gær og það fer ekkert á milli mála að honum dreymir um alslemmuna.

„Ég mun fá mér kengúru húðflúr. Það er öruggt og það er líka mín hugmynd,“ sagði Carlos Alcaraz við breska ríkisútvarpið um hvað hann mun gera ef hann vinnur í Ástralíu í ár.

„Það eina sem mig vantar er að lyfta þessum bikar hér og þetta er á planinu hjá mér ef það gerist,“ sagði Alcaraz.

Alcaraz er enn bara 21 árs gamall og ætti því hafa tímann fyrir sér til að loka hringnum. Hann ætlar sér samt að klára alslemmuna sína í ár.

Hann vann bæði opna franska og Wimbledon mótið í fyrra og er eins og er í þriðja sætinu á heimslistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×