„Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. janúar 2025 18:46 Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag með sjö mörk Vísir/Anton Brink Valskonur eru komnar áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir fimm marka sigur á Malaga Costa Del Sol, 31-26, í N1 höllinni. Var þetta síðari leikur liðanna en fyrri ytra endaði með 25-25 jafntefli. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“ Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“
Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira