Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 12:02 Það hefur ekki gengið vel hjá Sander Sagosen og félögum í norska landsliðinu á þessu heimsmeistaramóti þrátt fyrir að þeir séu á heimavelli í keppninni. Getty/Jozo Cabraja Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær og heimamenn fara því stigalausir inn í milliriðilinn. Norska liðið kom sér með þessum slaka árangri í fámennan og óvinsælan hóp gestgjafa í langri sögu HM í handbolta. Norska liðið tapaði bæði á móti Brasilíu og Portúgal í riðlinum en fagnaði sigri á móti Bandaríkjamönnum. Þetta er aðeins í þriðja sinn á þessari öld og í sjöunda skiptið í allri sögu HM þar sem gestgjafar á HM enda í þriðja sæti eða neðar í riðlakeppninni. Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen fór yfir þessa staðreynd. Pólverjar enduðu í þriðja sæti í sínum riðli á HM fyrir tveimur árum en svo þarf að fara alla leið til HM í Portúgal 2003 þegar heimamenn urðu í þriðja sæti í sínum riðli, þá á eftir Þýskalandi og Íslandi. Íslendingar náðu líka bara þriðja sætinu í sínum riðli á HM á Íslandi vorið 1995 en enn verr gekk hjá Japönum sem lentu bara í fjórða sætið tveimur árum síðar. Forsíða íþróttablaðs DV sparaði ekki stóru orðin eftir tapið á móti Rússum á HM 1995.Skjámynd/timarit.is/DV Frökkum (1970) og Tékkóslóvökum (1990) gekk heldur ekki vel á heimavelli á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Þegar Ísland hélt HM 1995 þá vann íslenska liðið þrjá fyrstu leiki sína á móti Bandaríkjunum, Túnis og Ungverjalandi en tapaði síðan tveimur síðustu leikjunum á móti Suður-Kóreu og Sviss. Íslenska liðið lenti því í þriðja sæti í sínum riðli sem þýddi að liðið mætti Rússum í sextán liða úrslitum og töpuðu þeim leik með þrettán mörkum, 12-25. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Norska liðið tapaði bæði á móti Brasilíu og Portúgal í riðlinum en fagnaði sigri á móti Bandaríkjamönnum. Þetta er aðeins í þriðja sinn á þessari öld og í sjöunda skiptið í allri sögu HM þar sem gestgjafar á HM enda í þriðja sæti eða neðar í riðlakeppninni. Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen fór yfir þessa staðreynd. Pólverjar enduðu í þriðja sæti í sínum riðli á HM fyrir tveimur árum en svo þarf að fara alla leið til HM í Portúgal 2003 þegar heimamenn urðu í þriðja sæti í sínum riðli, þá á eftir Þýskalandi og Íslandi. Íslendingar náðu líka bara þriðja sætinu í sínum riðli á HM á Íslandi vorið 1995 en enn verr gekk hjá Japönum sem lentu bara í fjórða sætið tveimur árum síðar. Forsíða íþróttablaðs DV sparaði ekki stóru orðin eftir tapið á móti Rússum á HM 1995.Skjámynd/timarit.is/DV Frökkum (1970) og Tékkóslóvökum (1990) gekk heldur ekki vel á heimavelli á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Þegar Ísland hélt HM 1995 þá vann íslenska liðið þrjá fyrstu leiki sína á móti Bandaríkjunum, Túnis og Ungverjalandi en tapaði síðan tveimur síðustu leikjunum á móti Suður-Kóreu og Sviss. Íslenska liðið lenti því í þriðja sæti í sínum riðli sem þýddi að liðið mætti Rússum í sextán liða úrslitum og töpuðu þeim leik með þrettán mörkum, 12-25.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira