Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 08:33 Sara Björk Gunnarsdóttir kom fyrst til baka eftir barnsburð sem leikmaður Juventus en hún spilar nú í Sádi Arabíu. Getty/Giorgio Perottino Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro) Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro)
Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira