Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:33 Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun