Litríkar umbúðir en lítið innihald Símon Birgisson skrifar 21. janúar 2025 07:02 Fannar Arnar og Íris Tanja í hlutverkum sínum sem John Jóns og Hekla. Borgarleikhúsið Ungfrú Ísland er verðlaunuð skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum og fjallar um baráttu rithöfundarins Heklu Gottskálksdóttur fyrir því að fá verk sín útgefin og hljóta viðurkenningu og virðingu meðal samferðarfólks síns. Bókin ratar nú á stóra svið Borgarleikhússins í öllu sínu veldi og er hvergi til sparað í uppsetningunni. Því miður líður sýningin fyrir það að sagan hentar illa fyrir leiksvið og það vantar sárlega meiri dramatík og dýpt til að verkið snerti við áhorfendum. Ungfrú Ísland - Borgarleikhúsið Frumsýning. 16. janúar 2025 Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir. Leikstjórn Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson. Höfundur leikgerðar: Bjarni Jónsson í samstarfi við leikstjóra. Tónlist: Unnsteinn Manúel Stefánsson. Leikarar: Íris Tanja Flygenring, Birna Pétursdóttir, Fannar Arnar Arnarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson o.fl. Erfitt líf í borginni Leikritið hefst líkt og bókin í æsku Heklu. Hún elst upp í sveit og er gefið nafnið af eldfjallasjúkum föður og lækni sem virða óskir móðurinnar um nafngift að vettugi. Skáldahæfileikar Heklu koma snemma í ljós og hún elur þann draum að flytja til borgarinnar og koma verkum sínum á framfæri. Áður en hún yfirgefur sveitina sefur hún hjá samkynhneigðum dreng í sveitinni, ástandsbarninu Jóni John sem passar hvergi inn og samþykkir kynlífið til að komast hjá stríðni og fordómum. Hekla og Jón John flytja svo saman til borgarinnar þar sem hann dreymir um að vinna sem klæðskeri en endar sem togarasjómaður. Hann skýtur skjólshúsi yfir Heklu og leyfir henni að skrifa í lítilli risíbúð. Þau dvelja saman þar til Hekla kynnist skáldinu Skarphéðni sem vinnur á bókasafni og drekkur kaffi með skáldunum á Mokka. Hann veit hins vegar ekki um náðargáfu Heklu sem birtir verk sín í blöðum borgarinnar undir dulnefni. Ásamt þeim Heklu og Jóni John hefur besta vinkona Heklu flutt til borgarinnar, Ísey, en hún er einnig skáld í felum, elur brúarvinnumanni börn en dreymir um að skrifa. Hekla fær sér vinnu á Hótel Borg og vekur athygli fyrir fegurð sína og myndugleik og er lagt stíft að henni að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland. Því neitar Hekla staðfastlega. Á endanum gefst Hekla upp á borgarlífinu, hún fær bókina sína ekki útgefna því aðalpersónan er samkynhneigð og flytur til Jóns Johns í Danmörku. Ungfrú Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina.Borgarleikhúsið Söguna skortir dramatík Leikstjóri sýningarinnar sagði í viðtölum í aðdraganda frumsýningar að það hefði verið mikil áskorun að flytja verk Auðar úr bókarformi í leikhúsið. Ég skil það vel því söguna skortir tilfinningalega átök og dramatík sem eru jú ær og kýr leikhússins. Helst er það saga Íseyjar sem snerti við manni en Birna Pétursdóttir lék hana listilega vel í sýningunni. Ísey er föst í hlutverki húsmóðurinnar og hennar eina tenging við heim ritlistarinnar eru ljóðin í Morgunblaðinu sem fisksalinn notar til að pakka ýsuflökunum inn. Birna túlkaði Ísey með húmor og hlýju og er að mínu mati stjarna sýningarinnar. Saga Heklu er mun flatari. Við fáum að heyra frá persónum verksins hversu mikill snillingur hún er á skáldskaparsviðinu – einskonar blanda af Steini Steinarri og Halldóri Laxness. Kannski á Hekla að vera einhverskonar táknmynd þeirra kvenrithöfunda sem þurftu að berjast fyrir plássi í karllægum heimi síðustu aldar. Þetta voru konur á borð við Nínu Björk Árnadóttur (mæli með meistaraverkinu Svartur hestur í myrkrinu), Ástu Sigurðardóttur, Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur, Steinunni Sigurðardóttur (eina konan í Listaskáldunum vondu) svo fáar sé nefndar. Í Ungfrú Íslandi er grunnhugmynd sögunnar að það séu eingöngu karlmenn sem fái að skrifa en konur ekki. „Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlutskipti sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir skrifa bækur eða ekki. Konur verða kynþroska og eignast börn sem koma í veg fyrir að þær geti skrifað,“ segir Ísey við Heklu í leikritinu. Íris Tanja Flygenring, Sólveig Arnarsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverkum sínum.Borgarleikhúsið Ólíkt Íseyju velur Hekla hins vegar að eignast ekki börn (við fáum reyndar ekki að vita hvort hún geti ekki eignast börn eða hvort hún vilji það ekki). Hún eyðir tíma sínum í vinnunni á Borginni, heima hjá Jóni John eða með skáldinu Skarphéðni. Það sem kemur því í veg fyrir að hún meiki það sem skáld er ekki kynþroskinn, heldur að í sögunni vilja útgefendur ekki gefa út verk konu. Sem karlmaður (því hún gefur út undir dulnefni) slær hún hins vegar í gegn og eru ljóðin hennar umtöluð hjá skáldum borgarinnar. Svo er hún ekki bara gott skáld heldur líka ægifögur en neitar staðfastlega að taka þátt í keppninni sem er rauður þráður í sýningunni. Þrátt fyrir marga áhugaverða punkta bæði í sögum Íseyjar og Heklu er þetta því miður alls ekki nægilega dramatískur eða áhugaverður efniviður til að standa undir þriggja klukkustunda leiksýningu. Maður upplifir ekki að Hekla þroskist eða taki breytingum. Til að persóna í sögu þroskist þarf hún að yfirstíga hindranir en það er fátt sem stöðvar Heklu þegar hún ætlar sér eitthvað. Skarphéðinn stendur ekki í vegi fyrir henni, dónarnir á Borginni eiga ekki roð í hana, hún tekur mokkaskáldin í nefið og þegar hún fær þá hugmynd að flytja frá Íslandi flytur hún og þegar hana vantar pening til að skoða sig um í Evrópu fær hún þá senda frá pabba á Íslandi. Hekla hefur leikinn sem snillingur og endar á sama hátt. Aðrar persónur snúast í kringum hana og eru flestar hálfgerðar skopmyndir. Birna Pétursdóttir og Haraldur Ari Stefánsson í hlutverkum sínum.Borgarleikhúsið Hæðst að mokkaskáldum Einn af áhugaverðari þráðum sýningarinnar er saga Jóns Jóhns sem Fannar Arnar leikur. Ég var hrifinn af leik Fannars í Óskalandinu og hann er flottur í þessari sýningu líka. Hann hefur útgeislun og orku sem smitar út frá sér. Hans harmur er að vera samkynhneigður í samfélagi sem fyrirlítur samkynhneigð. Draumur hans um að sauma föt í leikhúsum verður að engu og samneyti hans við aðra karlmenn fylgir feluleikur og skömm. Lokaatriðið fyrir hlé þar sem hann fer út á lífið klæddur svörtum fjöðrum Davíðs Stefánssonar var kröftugt en þar hefði verið gott tækifæri að sýna okkur það ofbeldi sem hann verður fyrir seinna í sögunni. Í staðinn fellur tjaldið og eftir hlé – þegar ráðist er á Jón John - gerist það utan sviðs. Á þeim tíma sem sagan gerist var einn af samkomustöðum samkynhneigðra í Reykjavík kaffihúsið Ellefan. Í ævisögu Dags Sigurðarsonar, Gott á pakkið, segir að „...á góðum degi var hægt að telja átján homma þarna inni. Smáborgarakellingarnar sem voru ekki nógu hugrakkar til að fara inn gægðust á gluggana á leiðinni framhjá, og ef sást til barns einhverrar kunningjakonu þarna inni boðaði það ekki gott.“ Þarna sátu listamenn á borð Dag, Elías Mar, Thor Vilhjálmsson, Alfreð Flóka, Guðberg Bergsson, Rósku og fleiri. Í fyrrnefndri ævisögu Dags er til dæmis talað um ástarsamband hans við annað karlkyns skáld. „...á þeim tímum áleit fólk samhneigð eitthvað sem gæti alls ekki komið fyrir sig og sína fjölskyldu, heldur áttu hommar og lesbíur að vera eins og álfar og huldufólk, eitthvað sem var til og talað um en samt eiginlega ekki.“ Í Ungfrú Ísland eru þessi skáld gerð að einhverskonar „comic relief.“ Skáldin eru með rússahatta á höfði og pípu í munni og minna helst á ofvaxna menntaskólanema að reyna að tala um eitthvað sem þeir skilja ekki. Það virðist ekki vera neitt pláss fyrir konur eða kynvillinga meðal þeirra. Hekla og Ísey velta fyrir sér hvort þær gætu einhvern tímann fengið sér kaffi á Mokka en upplifa það sem fjarlægan möguleika. Ég skildi ekki alveg þessa nálgun á þennan hóp því þessi skáld voru engir góðborgarar eða forréttindapésar heldur einmitt utangarðsmenn ólíkt „virtari skáldum“ (ljóðabækur þessara skálda voru stundum uppnefndar „sýruhausabókmenntir“). Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jörundur Ragnarsson.Borgarleikhúsið Sakleysisleg uppfærsla Það var ýmislegt jákvætt við sýninguna í Borgarleikhúsinu. Það er ekkert hægt að setja út á leikarana. Valur Freyr Einarsson var eftirminnilegur sem faðir Heklu. Vilhelm Netó er náttúrulegur kómíker og vakti hlátrasköll í salnum í ýmsum hlutverkum. Sólveig Arnarsdóttir skapaði eftirminnilegar myndir af bæði móður Heklu og móður Skarphéðins sem klárar aldrei heila setningu. Fannar Arnar, Íris Tanja og Birna Pétursdóttir eru spennandi leikarar sem eru greinilega tilbúin fyrir stór hlutverk og ábyrgð í leikhúsinu. Öll umgjörð sýningarinnar er einnig til fyrirmyndar. Sviðsmynd Kristins Arnar Sigurðssonar gleður augað og verður spennandi að sjá til hans verka í framtíðinni. Tónlist Unnsteins Manúels passaði vel við tíðarandann í verkinu var gott uppbrot frá látlausum textaflaumnum. Gallinn er einmitt áherslan á textann. Leikgerðin er alltof trú bókinni, textinn sem leikararnir fá til að vinna úr of bókmenntalegur þannig að sýningin nær ekki að öðlast eigið líf. Manni líður eins og síðunum sé flett og það megi varla sleppa úr orði. Þetta er alltaf barátta þegar bókmenntaverk er aðlagað fyrir svið og hér er vandamálið enn stærra því bókin sjálf hentar í raun illa fyrir sviðsaðlögun. Annar galli liggur í leikstjórn Grétu Kristínar sem var ansi sakleysileg og í stað þess að sýna það ofbeldi og harm sem persónur verksins verða fyrir gerðist það annaðhvort utan sviðs eða maður fær að vita um það í endursögn persónanna. Það bætist svo ofan á þessa nálgun að margar persónur eru hálfgerðar skopmyndir (t.d. Skarphéðinn og Lýður) og þá verður heildarmyndin svolítið flöt og hættulaus. Niðurstaða Ungfrú Ísland er stór sýning byggð á verðlaunaðri bók sem hentar þó illa fyrir leiksviðið. Leikarar standa sig vel og umgjörð verksins er til fyrirmyndar. Sýningin líður fyrir misheppnaða leikgerð og eftir hlé var manni hreinlega farið að leiðast þófið. Listrænir stjórnendur gera sitt besta en leikgerðin er allt of trú bókinni og um þriggja tíma löng sýningin verður á köflum langdregin og bragðdauf. Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bókin ratar nú á stóra svið Borgarleikhússins í öllu sínu veldi og er hvergi til sparað í uppsetningunni. Því miður líður sýningin fyrir það að sagan hentar illa fyrir leiksvið og það vantar sárlega meiri dramatík og dýpt til að verkið snerti við áhorfendum. Ungfrú Ísland - Borgarleikhúsið Frumsýning. 16. janúar 2025 Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir. Leikstjórn Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson. Höfundur leikgerðar: Bjarni Jónsson í samstarfi við leikstjóra. Tónlist: Unnsteinn Manúel Stefánsson. Leikarar: Íris Tanja Flygenring, Birna Pétursdóttir, Fannar Arnar Arnarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson o.fl. Erfitt líf í borginni Leikritið hefst líkt og bókin í æsku Heklu. Hún elst upp í sveit og er gefið nafnið af eldfjallasjúkum föður og lækni sem virða óskir móðurinnar um nafngift að vettugi. Skáldahæfileikar Heklu koma snemma í ljós og hún elur þann draum að flytja til borgarinnar og koma verkum sínum á framfæri. Áður en hún yfirgefur sveitina sefur hún hjá samkynhneigðum dreng í sveitinni, ástandsbarninu Jóni John sem passar hvergi inn og samþykkir kynlífið til að komast hjá stríðni og fordómum. Hekla og Jón John flytja svo saman til borgarinnar þar sem hann dreymir um að vinna sem klæðskeri en endar sem togarasjómaður. Hann skýtur skjólshúsi yfir Heklu og leyfir henni að skrifa í lítilli risíbúð. Þau dvelja saman þar til Hekla kynnist skáldinu Skarphéðni sem vinnur á bókasafni og drekkur kaffi með skáldunum á Mokka. Hann veit hins vegar ekki um náðargáfu Heklu sem birtir verk sín í blöðum borgarinnar undir dulnefni. Ásamt þeim Heklu og Jóni John hefur besta vinkona Heklu flutt til borgarinnar, Ísey, en hún er einnig skáld í felum, elur brúarvinnumanni börn en dreymir um að skrifa. Hekla fær sér vinnu á Hótel Borg og vekur athygli fyrir fegurð sína og myndugleik og er lagt stíft að henni að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland. Því neitar Hekla staðfastlega. Á endanum gefst Hekla upp á borgarlífinu, hún fær bókina sína ekki útgefna því aðalpersónan er samkynhneigð og flytur til Jóns Johns í Danmörku. Ungfrú Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina.Borgarleikhúsið Söguna skortir dramatík Leikstjóri sýningarinnar sagði í viðtölum í aðdraganda frumsýningar að það hefði verið mikil áskorun að flytja verk Auðar úr bókarformi í leikhúsið. Ég skil það vel því söguna skortir tilfinningalega átök og dramatík sem eru jú ær og kýr leikhússins. Helst er það saga Íseyjar sem snerti við manni en Birna Pétursdóttir lék hana listilega vel í sýningunni. Ísey er föst í hlutverki húsmóðurinnar og hennar eina tenging við heim ritlistarinnar eru ljóðin í Morgunblaðinu sem fisksalinn notar til að pakka ýsuflökunum inn. Birna túlkaði Ísey með húmor og hlýju og er að mínu mati stjarna sýningarinnar. Saga Heklu er mun flatari. Við fáum að heyra frá persónum verksins hversu mikill snillingur hún er á skáldskaparsviðinu – einskonar blanda af Steini Steinarri og Halldóri Laxness. Kannski á Hekla að vera einhverskonar táknmynd þeirra kvenrithöfunda sem þurftu að berjast fyrir plássi í karllægum heimi síðustu aldar. Þetta voru konur á borð við Nínu Björk Árnadóttur (mæli með meistaraverkinu Svartur hestur í myrkrinu), Ástu Sigurðardóttur, Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur, Steinunni Sigurðardóttur (eina konan í Listaskáldunum vondu) svo fáar sé nefndar. Í Ungfrú Íslandi er grunnhugmynd sögunnar að það séu eingöngu karlmenn sem fái að skrifa en konur ekki. „Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlutskipti sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir skrifa bækur eða ekki. Konur verða kynþroska og eignast börn sem koma í veg fyrir að þær geti skrifað,“ segir Ísey við Heklu í leikritinu. Íris Tanja Flygenring, Sólveig Arnarsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverkum sínum.Borgarleikhúsið Ólíkt Íseyju velur Hekla hins vegar að eignast ekki börn (við fáum reyndar ekki að vita hvort hún geti ekki eignast börn eða hvort hún vilji það ekki). Hún eyðir tíma sínum í vinnunni á Borginni, heima hjá Jóni John eða með skáldinu Skarphéðni. Það sem kemur því í veg fyrir að hún meiki það sem skáld er ekki kynþroskinn, heldur að í sögunni vilja útgefendur ekki gefa út verk konu. Sem karlmaður (því hún gefur út undir dulnefni) slær hún hins vegar í gegn og eru ljóðin hennar umtöluð hjá skáldum borgarinnar. Svo er hún ekki bara gott skáld heldur líka ægifögur en neitar staðfastlega að taka þátt í keppninni sem er rauður þráður í sýningunni. Þrátt fyrir marga áhugaverða punkta bæði í sögum Íseyjar og Heklu er þetta því miður alls ekki nægilega dramatískur eða áhugaverður efniviður til að standa undir þriggja klukkustunda leiksýningu. Maður upplifir ekki að Hekla þroskist eða taki breytingum. Til að persóna í sögu þroskist þarf hún að yfirstíga hindranir en það er fátt sem stöðvar Heklu þegar hún ætlar sér eitthvað. Skarphéðinn stendur ekki í vegi fyrir henni, dónarnir á Borginni eiga ekki roð í hana, hún tekur mokkaskáldin í nefið og þegar hún fær þá hugmynd að flytja frá Íslandi flytur hún og þegar hana vantar pening til að skoða sig um í Evrópu fær hún þá senda frá pabba á Íslandi. Hekla hefur leikinn sem snillingur og endar á sama hátt. Aðrar persónur snúast í kringum hana og eru flestar hálfgerðar skopmyndir. Birna Pétursdóttir og Haraldur Ari Stefánsson í hlutverkum sínum.Borgarleikhúsið Hæðst að mokkaskáldum Einn af áhugaverðari þráðum sýningarinnar er saga Jóns Jóhns sem Fannar Arnar leikur. Ég var hrifinn af leik Fannars í Óskalandinu og hann er flottur í þessari sýningu líka. Hann hefur útgeislun og orku sem smitar út frá sér. Hans harmur er að vera samkynhneigður í samfélagi sem fyrirlítur samkynhneigð. Draumur hans um að sauma föt í leikhúsum verður að engu og samneyti hans við aðra karlmenn fylgir feluleikur og skömm. Lokaatriðið fyrir hlé þar sem hann fer út á lífið klæddur svörtum fjöðrum Davíðs Stefánssonar var kröftugt en þar hefði verið gott tækifæri að sýna okkur það ofbeldi sem hann verður fyrir seinna í sögunni. Í staðinn fellur tjaldið og eftir hlé – þegar ráðist er á Jón John - gerist það utan sviðs. Á þeim tíma sem sagan gerist var einn af samkomustöðum samkynhneigðra í Reykjavík kaffihúsið Ellefan. Í ævisögu Dags Sigurðarsonar, Gott á pakkið, segir að „...á góðum degi var hægt að telja átján homma þarna inni. Smáborgarakellingarnar sem voru ekki nógu hugrakkar til að fara inn gægðust á gluggana á leiðinni framhjá, og ef sást til barns einhverrar kunningjakonu þarna inni boðaði það ekki gott.“ Þarna sátu listamenn á borð Dag, Elías Mar, Thor Vilhjálmsson, Alfreð Flóka, Guðberg Bergsson, Rósku og fleiri. Í fyrrnefndri ævisögu Dags er til dæmis talað um ástarsamband hans við annað karlkyns skáld. „...á þeim tímum áleit fólk samhneigð eitthvað sem gæti alls ekki komið fyrir sig og sína fjölskyldu, heldur áttu hommar og lesbíur að vera eins og álfar og huldufólk, eitthvað sem var til og talað um en samt eiginlega ekki.“ Í Ungfrú Ísland eru þessi skáld gerð að einhverskonar „comic relief.“ Skáldin eru með rússahatta á höfði og pípu í munni og minna helst á ofvaxna menntaskólanema að reyna að tala um eitthvað sem þeir skilja ekki. Það virðist ekki vera neitt pláss fyrir konur eða kynvillinga meðal þeirra. Hekla og Ísey velta fyrir sér hvort þær gætu einhvern tímann fengið sér kaffi á Mokka en upplifa það sem fjarlægan möguleika. Ég skildi ekki alveg þessa nálgun á þennan hóp því þessi skáld voru engir góðborgarar eða forréttindapésar heldur einmitt utangarðsmenn ólíkt „virtari skáldum“ (ljóðabækur þessara skálda voru stundum uppnefndar „sýruhausabókmenntir“). Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jörundur Ragnarsson.Borgarleikhúsið Sakleysisleg uppfærsla Það var ýmislegt jákvætt við sýninguna í Borgarleikhúsinu. Það er ekkert hægt að setja út á leikarana. Valur Freyr Einarsson var eftirminnilegur sem faðir Heklu. Vilhelm Netó er náttúrulegur kómíker og vakti hlátrasköll í salnum í ýmsum hlutverkum. Sólveig Arnarsdóttir skapaði eftirminnilegar myndir af bæði móður Heklu og móður Skarphéðins sem klárar aldrei heila setningu. Fannar Arnar, Íris Tanja og Birna Pétursdóttir eru spennandi leikarar sem eru greinilega tilbúin fyrir stór hlutverk og ábyrgð í leikhúsinu. Öll umgjörð sýningarinnar er einnig til fyrirmyndar. Sviðsmynd Kristins Arnar Sigurðssonar gleður augað og verður spennandi að sjá til hans verka í framtíðinni. Tónlist Unnsteins Manúels passaði vel við tíðarandann í verkinu var gott uppbrot frá látlausum textaflaumnum. Gallinn er einmitt áherslan á textann. Leikgerðin er alltof trú bókinni, textinn sem leikararnir fá til að vinna úr of bókmenntalegur þannig að sýningin nær ekki að öðlast eigið líf. Manni líður eins og síðunum sé flett og það megi varla sleppa úr orði. Þetta er alltaf barátta þegar bókmenntaverk er aðlagað fyrir svið og hér er vandamálið enn stærra því bókin sjálf hentar í raun illa fyrir sviðsaðlögun. Annar galli liggur í leikstjórn Grétu Kristínar sem var ansi sakleysileg og í stað þess að sýna það ofbeldi og harm sem persónur verksins verða fyrir gerðist það annaðhvort utan sviðs eða maður fær að vita um það í endursögn persónanna. Það bætist svo ofan á þessa nálgun að margar persónur eru hálfgerðar skopmyndir (t.d. Skarphéðinn og Lýður) og þá verður heildarmyndin svolítið flöt og hættulaus. Niðurstaða Ungfrú Ísland er stór sýning byggð á verðlaunaðri bók sem hentar þó illa fyrir leiksviðið. Leikarar standa sig vel og umgjörð verksins er til fyrirmyndar. Sýningin líður fyrir misheppnaða leikgerð og eftir hlé var manni hreinlega farið að leiðast þófið. Listrænir stjórnendur gera sitt besta en leikgerðin er allt of trú bókinni og um þriggja tíma löng sýningin verður á köflum langdregin og bragðdauf.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira